„Ætlarðu að nota þennan gamla tjakk? Má ég eiga hann?“ Það er stórkostlega magnað hvað fólki dettur í hug og þegar kemur að bílapörtum þá eru þeir hreinasti fjársjóður í augum sumra. Þeir borða þá kannski ekki en þeir borða hugsanlega „af“ þeim!
Mörgum er meinilla við stimpilklukkuna í vinnunni; viðveruvaktarann sem getur leikið mann grátt, t.d. um mánaðarmót hafi maður gleymt að heilsa upp á hann einhvern daginn í fyrri mánuði.
Svo gerðist það einn daginn að vinur minn mætti með stimpilklukku á heimilið og þar með fékk „stimpilklukka“ nýja og betri merkingu.
Hér er mynd af tveimur:
Þetta fannst undirritaðri og finnst enn alveg bráðsnjallt og flott að auki. Það finnst fleirum og meira um málið hér.
Svo nánast hrasaði ég um öðruvísi bílatengda klukku á veraldarvefnum:
Sem betur fer er búið að finna upp hjólið
Já, sem betur fer! Annars hefðum við ekki hugmynd um hvað við ættum að gera við gömul dekk! Æj, já, það er sunnudsgsmorgunn og kannski of snemmt fyrir svona aulahúmor. Eða jafnvel of seint.
Það þarf að vera V8 – „tjakkaðu“ á þessu
Að borða já… Það er ekki endilega flókin athöfn í sjálfu sér en hún gæti verið skemmtilegri.
Hér eru nokkrar vélar, blokkir og alls konar innvols sem getur örvað matarlystina eða hreinlega gert það skemmtilegra að setjast niður og fá sér bolla. Jafnvel með kaffi í.
En byrjum á blokkarborði:
Þá er rétt að líta á vatnskassaborðið en auðvitað getum við ekki valsað um og valið úr Rolls-vatnkössum þannig að þá er bara að finna eitthvað annað.
Ætlarðu að nota þennan gamla tjakk? Ef enginn ætlar að nota hann þá myndi einhver t.d. vilja nota hann undir kaffið sitt. Hví ekki?
Áður en við kveðjum borðin er rétt að fjalla örstutt um forsíðumyndina:
Klessusportaraborð: Það er frekar sérsrtakt að ramma inn bílhræ og borða ofan af því en ferlega er þetta svalt ef manni tekst að leiða hjá sér hvaðan uppistaðan í borðinu er komin.
Spíritusknúnar vélar
Það hefur lengi verið vitað að vélar geta verið býsna drykkfelldar í „lifanda lífi“ en þegar þær eru hættar að ganga geta þær þó gengið í anda. Vínanda. Alkóhól er jú eldnsneyti og getur sannarlega aukið snúninginn á margri vélinni.
Vélarvínrekkinn er vinsæll, sýnist manni eftir dálitla athugun á vefnum. En það segir sig sjálft að því fleiri strokkar – því betra.
Upp með draslið
Upphalarar geta gegnt ýmsum hlutverkum öðrum en því að hala rúðum upp og niður. Þeir eiga margir hverjir framtíð fyrir sér sem hurðarhúnar, skápa- og skúffuhöldur, lyklasnagar eða hankar fyrir föt, handklæði, potta, pönnur og hvað sem manni dettur í hug.
Það geta öryggisbeltafestingar líka gert, en svei mér ef það er bara ekki forljótt!
Eldfelguarinn [Eld-felgu-arinn]
Nú svo eru það nokkur atriði fyrir baðherbergið.
Vilji maður öruggt baðherbergi þá getur Volvo séð um öryggisþáttinn, t.d. í hlutverki baðherbergisskáps:
Þar sem við erum „inni á baði“ er vel við hæfi að kanna hvort þetta „flössi“ ekki fínt með gírstöng og svoleiðis:
Skipulagsatriði að lokum
Skrifstofan fær auðvitað sitt og er þessi pallhleri hreint út sagt ljómandi fín framhlið á skáp.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein