Nú gefum við annað eintak af bókinni Bílamenning eftir Örn Sigurðsson. Forlagið leggur til nokkur eintök af þessari fínu bók og hana getið þið eignast með því að taka þátt í smá sprelli hér. Fróðlegu sprelli.
Spurt er hvort þú, lesandi góður, munir eftir Hallærisplaninu. Maður þarf nú ekkert að vera orðinn að hálfgildings risaeðlu til að muna eftir því. Eða ef svo er þá er undirrituð orðin býsna gömul.
Nema hvað! Nafnið „Hallærisplanið“ kemur fyrst fyrir (eftir því sem ég fæ best séð) í dagblaðinu Vísi í janúar árið 1967. Það var nú ekki í svo skemmtilegu samhengi enda um flúskur og fólskubrögð manna í millum að ræða. Lögreglan mætti á staðinn og birtist klausa um málið í blaðinu.

En þetta áður vinsæla bílastæði, þar sem nú er Ingólfstorg, átti sér nú mun skemmtilegri hlið en að vera einhver samkomustaður slagsmálahunda og áflogaseggja. Þetta var auðvitað vinsæll viðkomustaður á „rúntinum“ sem var og hét. Töffarar á tryllitækjum sýndu sig og sáu aðra og í minningunni var þetta alltaf eins og bíla- eða öllu heldur vélhjólasýning þarna á Hallærisplaninu.
Og eins og kemur til dæmis fram í bókinni sem við ætlum að gefa, þá „má segja að Hallærisplanið hafi verið hálfgerð menningarmiðstöð borgarbúa í hartnær 60 ár“.

Nú langar okkur, kæru lesendur, að spyrja hvort þið eigið minningar, myndir eða sögustubb sem tengja má Hallærisplaninu? Ef þú vilt eignast eintak af bókinni Bílamenning vertu þá með í leiknum!
Umræður um þessa grein