Bílaframleiðslan að fara í gang aftur
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur bílaframleiðsla víða um heim stöðvast, verðmæti bílafyrirtækja hefur fallið og keppnum í mótorsporti hefur verið aflýst.
En góðu fréttirnar eru núna þær að þetta er allt að fara aftur í gang, þótt það muni fara hægt af stað aftur.
Framleiðslan á rafbíl Vokswagen, ID 3, byrjar á ný í dag í Zwickau. En þetta er fyrsta verksmiðja VW sem hefur framleiðslu á ný eftir lokanir vegna kórónavírus. Fylgt verður ströngum reglum og framleiðslan verður aðeins um 50 bílar á dag, eða einn þriðji af venjulegum afköstum.
Volkswagen hefur einnig hafið framleiðslu í verksmiðju sinni í Chemitz á Golf, og ráðgera að hefja framleiðslu á e-Golf í Zwickau og Dresen mánudaginn 27. apríl.
Jaguar Land Rover hefur lýst því yfir að þeir muni gangsetja framleiðslu í verksmiðjum sínum í Solihull á Englandi, í Austurríki og Slóvakíu 18. maí.
Astin Martin hefur í hyggja að byrja að smíða bíla í sínum verskmiðjum í St Athan þann 5. maí.
Verksmiðjur Nissan á Englandi eru ekki að búa til bíla þessa dagana, en eru á fullu að framleiða hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk í staðinn. Framleiddu 18.000 svuntur á viku í byrjun en munu auka það í 70.000 fljótlega. Það voru sjálfboðaliðar meðal starfsfólksins sem fundu upp aðferð til að framleiða búnaðinn.
Umræður um þessa grein