Bílafloti Bandaríkjamanna eldist
- Meðalaldur ökutækja í Bandaríkjunum nær nýju sögulegu hámarki árið 2020
- Færri mílur eknar – væntanlega vegna Covid-19 – og minni bílasala stuðlaði að þessu
Reuters fréttastofan birti frétt um það að meðalaldur bandarískra fólksbíla og minni pallbíla hækkaði í 12,1 ár árið 2020, sem er hærra en nokkru sinni fyrr, þar sem Bandaríkjamenn óku færri kílómetra og úreldu fleiri ökutæki meðan á COVID-19 faraldrinum stóð, samkvæmt IHS Markit.
Við höfum stundum séð fréttir um að meðalaldur bíla sé hár á Íslandi, jafnver mun hærri en í mörgum öðrum löndum. Hann var 10,9 ár árið 2010 og var kominn upp í 12,4 ár í lok árs árið 2018, eða á svipuðu stigi og núna í Bandaríkjunum.
Rannsóknarfyrirtækið sagði að hækkun á meðalaldri ökutækja gæti verið skammvinn þar sem sala á nýjum og notuðum bílum heldur áfram að aukast þegar heimsfaraldurinn minnkar.
Eknum mílum sem farnar voru á bílum í Bandaríkjunum fækkaði meira en 13% árið 2020, samkvæmt IHS, en meira en 15 milljón ökutæki voru úreld – um 5,6 prósent af heildarfjölda bíla.

Hækkun úr 11,9 árum árið 2019
Venjulega myndi svo hátt hlutfall í förgun leiða til þess að meðalaldur ökutækja lækkaði, sagði fyrirtækið.
En færri mílur, ásamt minni bílasölu meðan á heimsfaraldrinum stóð, höfðu þveröfug áhrif, meðalaldur hækkaði úr 11,9 árum árið 2019.
Rannsóknaraðilar IHS sögðu einnig að áframhaldandi skortur á hálfleiðurum, sem minnkaði framleiðslu ökutækja, leiddi til minni birgða hjá söluaðilum og uppsprengds viðskiptaverðs, sem aftur myndi valda samhliða hækkun á verði notaðra ökutækja.
Fyrirtækið sagði að þessir þættir gætu valdið því að meðalaldur ökutækja lækkaði aftur árið 2021 þar sem fleiri eigendur selja eða nota eldri notaða bíla sína í uppítökur nýrri bíla.
(Reuters)
Umræður um þessa grein