Bentley Mulliner Batur fær þrívíddarprentaða gullskreytingu
Bentley hefur þegar kynnt Mulliner Batur, sem er mjög sérstök viðbót við úrvalið, þar sem aðeins 18 bílar af tveggja dyra coupe verða smíðaðir.
Fyrir þá heppnu 18 kaupendur, hefur Bentley tilkynnt að Mulliner Batur sé fáanlegur með allt að 210 grömmum af þrívíddarprentuðu gegnheilu gulli.
Valfrjálsa þrívíddarprentaða gullið er hægt að setja á „Charisma“ skífuna, umlykja start/stöðvunarhnappinn og nota til að breyta stillingum ökumanns. Gull er einnig á „Organ Stop“, loftstýringum á mælaborðinu, sem og gyllt innfellt merki á stýrinu sjálfu.
Bentley hefur tekið höndum saman við gullsmiðina Cooksongold til að búa til gullhlutana, sem eru fengnir á sjálfbæran hátt þar sem gullið er búið til úr 100 prósent endurunnum skartgripum. Gamla skartið er malað í fínt duft.
„Þar sem Bentley tekur á móti spennandi framtíð, sjáum við mikla möguleika í háþróaðri, nýstárlegri tækni”.
Ferlar eins og þrívíddarprentað gull verða stökkpallur sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að sérsníða enn frekar og efla enn frekar einstaklingsmiðunarprógrammið sem boðið er upp á á hverjum bíl,“ sagði Dr. Matthias Rabe, stjórnarmaður í rannsóknum og þróun hjá Bentley Motors.
Bentley Mulliner Batur er nú þegar uppseldur og hver og einn fær 1,95 milljón dollara (275,6 milljóna ISK) verðmiða.
(frétt á vef TorquerReport)
Umræður um þessa grein