Við settum í gang könnun um kílómetragjaldið. Þetta gjald hefur verið mikið í umræðunni frá því það var innleitt um áramótin 2023/24. Framsetningin er ruglingsleg og veldur bíleigendum óþarfa hausverk enda þurfa bíleigendur nú að skrá ekna kílómetra líkt og gert var í áratugi við aflestur á rafmagni. Þetta er alveg arfaleiðinlegt verkefni sem ríkið leggur á bíleigendur.
Mörgum finnst við vera komin áratugi aftur í tímann miðað við alla þá nýju tækni sem við búum við í dag.
Þetta eru bílarnir
Greiða þarf kílómetragjald af akstri rafmagnsbíla, vetnisbíla og tengiltvinnbíla.
Tengiltvinnbílar (e. plug-in hybrid) eru bílar sem ganga bæði fyrir rafmagni og bensíni eða dísil og er hægt að stinga í samband. Gjaldið nær ekki til tvinnbíla sem ekki er hægt að stinga í samband.
Gjaldið nær til fólksbifreiða og sendibifreiða.
Upphæðin er:
- 6 krónur á hvern kílómetra fyrir rafmagnsbíla og vetnisbíla.
- 2 krónur á hvern kílómetra fyrir tengiltvinnbíla (aðeins plug-in).
Gjaldtakan er mjög áþekk því sem tíðkast í veitureikningum fyrir rafmagn og heitt vatn. Þú skráir kílómetrastöðuna reglulega, út frá því er gerð áætlun á þínum meðalakstri og innheimt samkvæmt henni þangað til þú skráir næst.
Við hverja skráningu verður til ný áætlun á meðalakstri og um leið er gert uppgjör fyrir síðasta tímabil.
Flestum bíleigendum finnst gjaldið íþyngjandi enda auka skattur á þá. Hins vegar finnst mörgum rafbílaeigndum stjórnvöld fljót að gleyma ávinningi af innleiðingu rafbíla því þessi skattur gerir að verkum að rekstrarkostnaður rafbíla hækkar verulega.
Fyrir hverja eru vegir landsins?
Okkur öll án efa, hins vegar aka hundruð þúsunda ferðamanna um vegi landsins og slíta þeim um leið. Er ekki í lagi að leggja þessi gjöld á bílaleigurnar? Svo greiðum við náttúrulega slit á vegum vegna þungaflutninga. Og fer kílómetragjaldið í vegakerfið?
Gámaflutningabílar halda vegum landsins í gíslingu vegna stærðar sinnar og aksturshraðinn oft í hærri kantinum. Að mæta svona bíl á um 100 km/klst. er eins og að spila rússneska rúllettu.
Væri ekki ráð að láta flutningsfyrirtæki greiða hærri skatta á þessa flutninga – eða nota strandsiglingar, því við búum á eyju sem auðvelt er að sigla hringinn í kringum. Hefur enginn pælt í því?
Niðurstaða könnunar

Og þar höfum við það – af rétt tæpla 700 manns sem tóku þátt í þessari ofur-litlu könnun okkar er það skoðun um 78% þeirra sem tóku þátt að kílómetragjaldið er of hátt. Stóra spurningin er þessi: hverjir eru í þessum 1.4% hópi sem finnst gjaldið of lágt?
Heimildir: www.island.is
Umræður um þessa grein