- Bílablogg var á staðnum
Það var stútfullt út úr dyrum hjá Heklu þegar hulunni var svipt af splunkunýjum Audi Q6 e-tron.
Enda ekki nema von, Audi eigendur eru tryggir sínu merki.
Það hefur verið beðið eftir þessum bíl með eftirvæntingu en Audi kynnir alveg nýja innréttingu og mælaborð í þessum bíl.
21 tommu low profile felgur líma Audi Q6 e-tron við veginn.
Drægni nýja Audi Q6 e-tron er í sérflokki þegar kemur að stærri rafmagns sportjeppum.
Þar hefur hann vinninginn umfram keppinauta með um 616 km. drægni á einni hleðslu.
Innréttingin á örugglega eftir að slá í gegn.
Þú hleður Audi Q6 e-tron á ansi stuttum tíma. Á aðeins um 21 mínútu getur þú fyllt rafhlöðuna frá 10-80% í hraðhleðslu en bíllinn getur tekið allt að 270 kWst. á klukkustund. Og þú færð 255 km. á 10 mínútum í hraðhleðslu.
Bílablogg mun að sjálfsögðu reynsluaka þessum ofurflotta Audi Q6 e-tron á næstunni og færa ykkur ítarlega umfjöllun og myndbandsblogg.
Nýtt mælaborð með stórum skjám og einföldu stýrikerfi.
Frumsýning um helgina hjá Heklu, við hvetjum alla bílaáhugamenn að skoða þennan byltingarkennda sportjeppa.
Myndir: Pétur R. Pétursson og Jóhannes Reykdal.
Umræður um þessa grein