Audi kynnir fullrafmagnaðan coupe-bíl
Audi hefur nú birt myndir af fjórða bílnum í sphere-seríunni: Activesphere.
München – Audi var að kynna væntanlegan/mögulegan rafknúinn coupe-bíl fyrir vörumerkið með Activesphere hugmyndabílnum.
Hugmyndabíllinn gæti sýnt rafhlöðuknúinn arftaka Audi TT Coupe, að því er fram kemur í fréttum bílablaða. Audi gaf engar upplýsingar um Activesphere nema að segja að hugmyndabíllinn í heild sinni verði opinberaður í byrjun næsta árs.
Þetta er fjórða gerðin í fjölskyldu rafbíla sem Audi hefur verið að kynna síðan 2021.
Hinir þrír meðlimirnir – Skysphere, Grandsphere og Urbansphere – voru sýndir saman í fyrsta skipti á Monterey bílavikunni í Kaliforníu á dögunum.
Hugmyndabílarnir eru hannaðir til að vera færir um sjálfvirkan akstur, sagði Audi.
Rafhlöðuafl og sjálfkeyrandi tækni munu gefa tilefni til algjörlega nýrrar hönnunar, þar sem innréttingar bíla í framtíðinni bjóða upp á eiginleika sem gera farþegum kleift að nota tímann til að gera eitthvað eða bara slaka á, sagði Audi.
„Activesphere hugmyndabíllinn mun bjóða upp á hámarks breytileika fyrir virkan lífsstíl, bæði á vegum og utan vega,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Umræður um þessa grein