Í Audi Grandsphere er sjálfstæður akstur eins og að sitja í stofu
Hugmyndabíllinn gefur til kynna framtíð fyrir bíla með fulla sjálfkeyrslugetu
Fyrsta alvöru bílasýning ársins í Evrópu opnar dyr sínar eftir nokkra daga í Munchen, þegar IAA sýningin byrjar, en þann 7. september mun Audi frumsýna hugmyndabílinn Grandsphere, sem kemur núna í kjölfar Audi Sky Spere sem var með glæsilegri framúrstefnulegri Art Deco hönnun og einstaklega áhugaverðu breytilegu hjólhafi.
Að sögn Audi er framtíð sjálfstæðs aksturs … „að maður geti hallað sér mikið af tímanum“.
Audi kynnti á fimmtudag Grandsphere, annan af þremur áætluðum hugmyndabílum, sem Audi segir að leggi línurnar fyrir framtíð bíla sinna þegar framboðið breytist í rafmagns línu sem mun innihalda gerðir með sjálfstætt akstursstig á stigi 4.
Forráðamenn Audi sögðust ætla að selja neytendum farartæki á 4. stigi sjálfstæðs aksturs til ársins 2026. Fyrsti hugmyndabíllinn, sem heitir Skysphere, var sýndur í síðasta mánuði; Urbansphere verður sýndur á næsta ári.
„Einkaþota fyrir þjóðvegina“
Grandsphere er stór lúxus fólksbifreið með tveimur sætum í fremri röð og bekk að aftan, hefur tvo meginpunkta: komandi „kattaraugu“ LED-ljósa að utan og sérsniðna innréttingu sem endurhannar hvernig farþegar ökutækisins munu verja tíma sínum meðan bíllinn keyrir sjálfir.
Bílnum hefur af sumum verið lýst sem „einkaþota fyrir þjóðvegina“!
Aðgengi er um stórar dyr sem opnast í sitt hvora áttina, rúmgóð innrétting Grandsphere kemur í staðinn fyrir hinn hefðbundna svarta myrkvaða snertiskjá sem er algengur í flestum slíkum lúxusbifreiðum með einum skjá sem er varpað þvert á viðarklætt mælaborðið sem er á milli dyra bílsins.
Býður upp á slökun við aksturinn
Þar sem ökumenn eru lausir við það að stjórna bílnum í raun og veru, útbjuggu hönnuðir Audi Grandsphere bílinn með framsætum sem hægt er að halla allt að 60 gráður, þannig að farþegar í fremstu röð geta slakað á að fullu meðan ökutækið ekur sjálft og skemmt þeim með tónlist eða myndböndum á breiðum skjánum.
Audi segir að innréttingin breyti bílnum í „upplifunarbúnað“.
Þó að Grandsphere sé hugmyndabíll, þá segir Oliver Hoffmann, einn stjórnenda Audi í þróunarmálum, að hugmyndabíllinn sýni hvernig iðnaðurinn verður að endurhugsa allt hönnunarferli sitt fyrir ökutæki og sjálfstæðan akstur.
„Sjálfstæður akstur á háu stigi skiptir miklu máli – því það þýðir að við erum að þróa og hanna bíla innan frá og út“, útskýrði Hoffmann.
„Með sjálfstæðum akstri breytist einn lykilatriði verulega: Ökumaðurinn þarf ekki að hafa stýrishjólið í höndunum allan tímann. Það breytir bílnum í setustofu,” sagði hann. „Við gefum viðskiptavinum tíma til að slaka á, vinna eða skemmta sér. Bíllinn verður stærsta fartækið sem þú getur ímyndað þér. Og það býður upp á marga nýja möguleika.“
(Vefur Audi og Automotive News Europe – myndir frá Audi)
Umræður um þessa grein