Audi gerir grein fyrir PPE-grunninum sem þeir eru að þróa með Porsche til að renna stoðum undir rafbíla
-hann er nógu öflugur til að renna stoðum undir fólksbíla, stationbíla og sportjeppa
Audi vill að framboð þeirra á heimsvísu muni innihalda að minnsta kosti 20 rafmagnsgerðir árið 2025. Þeir hafa nú aðgang að þremur kerfum sem eru hönnuð sem grunnur fyrir rafhlöðuknúna bíla og þeir voru að gefa frá sérað gaf út upplýsingar um fjórðu arkitektúr sem heitir Premium Platform Electric (PPE), eða „aðalgrunnur rafbíla“ sem Audi er að þróa með systurfyrirtækinu Porsche, en bæði fyrirtækin eru undir Volkswagen Group.
Gengur á margar gerðir
PPE mun renna stoðum undir flesta meðalstóra og stóra rafbíla sem verða í framboði Audi á 20. áratugnum. Það er sameiginlegt átak, verkfræðingar Audi og Porsche eru að þróa þetta frá grunni undir sama þaki og það er hannað til að vera eins einingamiðað og mögulegt er. Þessi grunnur mun vera hentugur fyrir fjölbreytt úrval af gerðum bíla, þar með talið lágstemmdir fólksbílar, rúmgóðir bílar og sportjeppar, jafnvel af stærri gerðinni.
Rafhlöðusamstæðan er samnefnari; hvorugt vörumerkið mun smíða V8-bifreið eða blending/hybrid á grunni PPE vegna þess að það er allt rafmagn!
Líka öflugir bílar
Sumir bílar byggðir á PPE-grunni verða markaðssettir sem afkastamiklir gerðir. Thomas Kolthoff, verkefnisstjóri PPE, sagði við Autoblog síðla árs 2019 að grunnurinn myndi ná yfir fjögurra hjóla stýringu, loftfjöðrun og aflmiklar gerðir, þó að hvert vörumerki muni ákveða hvort nota eigi þessa eiginleika að hverju sinni. PPE mun bjóða upp á afturhjóladrif og einn rafmótor í venjulegri stillingu, en til að gera bílinn drifinn á öllum hjólum verður eins einfalt og að bæta við öðrum mótor fyrir framhjólin. Nokkrar rafhlöðustærðir passa líka á milli hjóla.
800 volta rafkerfi svipað og Porsche Taycan mun gera PPE-byggða bíla samhæfa 350 kílówatta hraðhleðslu. Tæknilýsingar eins og hestöfl og aksturssvið hefur ekki verið tilkynnt ennþá.
Óvíst hvaða gerðir verða smíðaðar
Það er aðeins of snemmt að segja til um nákvæmlega hvað Audi mun byggja á PPE pallinum, en Autoblog segir á sinni vefsíðu að þeir hafi séð forvitnilegan bíl í sömu stærð og A5-stærð fjögurra dyra fólksbifreið með enn meira hallandi þaklínu þegar þeir heimsóttu höfuðstöðvar verkfræðinnar síðla árs 2019. Wolf Seebers, einn af útlitshönnuðum fyrirtækisins, sagði Autoblog að þeir væru að skoða eina af tveimur tillögum sem byggðar voru á PPE sem gætu breyst í framleiðslugerð. Ljósmyndun var bönnuð – því miður, gott fólk – segja þeir hjá Autoblog. Það besta sem þeir geta gert er að sýna þessar tvær opinberu myndir (með þessari frétt) þar sem bíllinn er sýnilegur en úr fókus.
Þeir hjá Porsche láta ekkert uppi um næstu skref, en það er ekki of langsótt til að geta sér til um að næsta kynslóð Macan verði einn af fyrstu bílunum sem smíðaðir eru á PPE-grunninum. Sá bíll verður seldur samhliða núverandi, bensínknúinni gerð í nokkur ár. Þeir hjá Autoblog veðja að önnur vörumerki í Volkswagen-samstæðunni hafi líka aðgang að því.
Þrjár aðrar „grunnplötur“
Þrjár aðrar grunnplötur eru tiltölulega kunnuglegir. MLB Evo er sú sem rennir stoðum undir E-Tron og E-Tron Sportback. Það er rafmögnuð útgáfa af grunni sem er að finna undir bensínknúnum gerðum eins og A6, A8, Q7 og Q8, meðal annarra. J1 var hannaður fyrir áðurnefndan Taycan og hærri, rúmgóðari hliðstæðu, en hann mun einnig finna leið sína undir framleiðsluútgáfunni af E-Tron GT hugmyndinni sem kynnt var árið 2018. Að lokum var MEB arkitektúrinn þróaður af móðurfyrirtækinu Volkswagen fyrir minni rafmagnsbíla, eins og ID.3 sem seldur er í Evrópu og ID.4, sem reiknað er með að komi í bandaríska sýningarsali í ekki svo fjarlægri framtíð.
Audi mun nota þann grunn að smíða crossover að nafni Q4 E-Tron, sem var forsýnd með samnefndri hugmynd var árið 2019.
Það er bara toppurinn á mjög stórum ísjaka. Að minnsta kosti tveir bílar í viðbót hjá Audi munu bætast í hópinn á grunni MEB.
„Við getum séð fyrir okkur sportlegri útgáfu af Q4 og fólksbifreið,“ sagði Markus Jeschke, verkefnisstjóri MEB-grunnsins, við Autoblog á fjölmiðlafundi árið 2019. Séð í þessu ljósi eru ummæli Audi um að bjóða 20 rafbíla á heimsvísu á fimm stuttum árum mun raunhæfari. En við munum vita betur á næstu mánuðum.
(byggt á frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein