Aston Martin V12 Speedster frumsýndur
Aston Martin hefur gengið til liðs við nýlegt framboð á þaklausum farartækjum frá lúxusbílasmiðum með opnum V12 Speedster.
Vörumerkið kallaði V12 Speedster „lifandi sýningarbíl“ og hönnunarþættir á ytra og innra byrði hjálpa bílnum að líta þannig út.
Til dæmis, auk þess að hafa ekki framrúðu, byrjar slá við mælaborðið og liggur á milli sætanna tveggja og fyrir ofan miðjustokkinn, sem gefur bílnum einstakt yfirbragð tvöfalds stjórnklefa.
Bíllinn er byggður á eigin grunni sagði Aston Martin, og yfirbyggingin er að mestu leyti smíðuð úr koltrefjum.
Fram- og afturendi á bílnum deila svipuðum hönnunarþáttum með öðrum gerðum frá fyrirtækinu, þar á meðal Vantage sportbílnum og komandi DBX jeppa.
Aston Martin sagði að það muni byggja 88 einingar. Verðlagning á heimamarkaði bílaframleiðandans í Bretlandi byrjar á 765.000 pund eða sem svara um 124 milljónum króna. Afgreiðslur hefjast á fyrsta ársfjórðungi 2021.
Þegar hann kemur á markað mun V12 Speedster koma inn í hóp svipaðra „roadsters“ frá öðrum ofurlúxus og sérstökum bílaframleiðendum.
Árið 2018 afhjúpaði Ferrari Monza SP1 og SP2 með samanlagðri framleiðslu á 499 bílum. Í fyrra kynnti McLaren Elva, sem er í 249 eintökum, sem er lækkun úr 399 eintökum sem voru áætluð við frumsýninguna. Og á þriðjudag afhjúpaði Bentley Bacalar, þar af hyggst hann byggja 12 einingar.
Upphaflega var ætlað að afhjúpa V12 Speedster á bílasýningunni í Genf og var í staðinn afhjúpaður með streymdum blaðamannafundi í höfuðstöðvum Aston Martin.
Umræður um þessa grein