Askja frumsýnir Mercedes-Benz EQC
Sportjeppi sem er 100% rafdrifinn og með 4MATIC fjórhjóladrif
Það var greinilegt þegar við litum við í sýningarsalnum hjá Öskju í dag að það hafa margir beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nýja EQC rafbílnum frá Mercedes-Benz, það voru margir komnir til að virða þennan nýja bíl fyrir sér og fá að fara í reynsluakstur.
Þessi kraftmikli fjórhjóladrifni sportjeppi er með allt að 417 km drægi og býr yfir tæknilausnum framtíðarinnar sem tryggir einstaka upplifun í akstri að sögn þeirra Öskjumanna.
EQC er með kröftuga 408 hestafla vél sem er aðeins 5,1 sekúndu upp í hundraðið og er að sjálfsögðu búinn hinu tæknivædda 4MATIC fjórhjóladrifi sem hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður.
Það eru greinilega spennandi tímar framundan með EQC hjá Öskju. Það er opið hjá Öskju í dag, laugardaginn 24. ágúst frá klukkan 10 til 16. Áhugasamir geta því litið við hjá þeim og kynnt sér þennan nýja EQC, ásamt glæsilegu úrvali tengitvinnbíla frá Mercedes-Benz.
?
Umræður um þessa grein