Bíllinn sem við fjöllum um hér á myndunum á rætur sínar að rekja alla leið til Ástralíu. Hann var í eigu sama aðilans frá upphafi en var nýlega seldur úr dánarbúi þess einstaklings.
Mazda þessi er algjörlega óuppgerður, með upphaflegu lakki og líklega besta upprunalega eintakið af þessari gerð í heiminum.
Sjálfsagt hefur loftslag heimahaga bílsins hjálpað til við endingu en í upphafi var bíllinn ryðvarinn líkt og við gerðum við okkar bíla á Íslandi þar til fyrir nokkrum árum. Þó láta Suzuki og Toyota ryðverja enn í dag hjá Bílaryðvörn á Bíldshöfðanum – og etv einhver fleiri umboð.
Allt í bílnum er eins og áður sagði upprunalegt, teppi, klæðningar, stýri og AM útvarp sem virkar vel.
Munið þið eftir framrúðuloftnetinu sem innbyggt í framrúðu Mözdunnar – afar sjaldgæf tækni. Það er enn í upprunalegri framrúðu bílsins.
Þessari Mözdu hefur verið ekið 31.613 kílómetra og við skoðun er enginn vafi á því að þessi tala er rétt. Gula málningin á fjöðrunar íhlutum er meira að segja enn sýnileg.
Bíllin hefur að sjálfsögðu átt heima í bílskúr alla tíð. Allir gluggar eru rispulausir og virka eins og þeir eiga að gera. Gúmmí eru sveigjanleg og óskemmd.
Gamli maðurinn sem átti gripinn lét setja fimm gíra kassa í bílinn til að ná meira snúningssviði en upprunalegi fjögurra gíra kassinn er enn til og fylgir með bílnum til nýs eiganda.
Orginal varadekk og tjakkur eru í skottinu, sem og upprunaleg skottmotta.
Nýlega hefur verið skipt um kúplingu í bílnum og bremsur hefa verið teknar í gegn með nýjum klossum og ferskum bremsuvökva.
Það þarf ekki að koma á óvart að þessi seldist mjög fljótlega hjá Richmonds, bílasölu í Ástralíu.
Tegund: Mazda
Týpa: 929 Hardtop Coupe
Árgerð: 1977
Ekinn: 31,613
Rúmtak: 1800cc
Strokkar: 4
Gírskipting: Beinskiptur
Uppruni: Vefsíða Richmonds, Ástralíu
Umræður um þessa grein