Árekstrarpróf sem breyttu bílum til hins betra
Jafnvel skelfileg árekstrarpróf kenndu iðnaðinum sitthvað – skoðum það nánar
Í dag er það svo að flestir nýir bílar standa sig vel í árekstrar- og öryggisprófunum en það hefur ekki alltaf verið eins einfalt og bílaframleiðendur vilja. Autocar birti á vefnum sínum á dögunum [ath. grein frá 2020] ágæta samantekt um nokkrar árekstrar- og öryggisprófanir sem ekki fóru alveg eins vel og ætlað var – og hvað menn lærðu af þeim!
Dæmi eru um að bílar skili slæmri útkomu í þessum prófunum, en samt geta þeir gefið dýrmætar upplýsingar og innsýn fyrir framleiðendur, árekstrarprófunarstofur eins og IIHS og Global NCAP og ekki síður fyrir ökumenn.
Við skulum skoða með augum þeirra hjá Autocar nokkrar skelfilegustu niðurstöður öryggisprófa og hvað iðnaðurinn lærði af þeim:
Geely CK1
Árið 2009 hafði Geely í Kína mikil áform um að selja CK1 fólksbifreið sína í Bandaríkjunum og ætlaði að nota Suður-Ameríkuríki sem fótfestu til að komast þangað. Hins vegar gáfu NCAP árekstrarprófanir í Suður-Ameríku CK1-bílnum einkunnina núll stjörnur vegna þess að vernd farþega hans var svo léleg. Þetta kom einnig í veg fyrir sölu í Bandaríkjunum þegar bíllinn féll á prófunum Insurance Institute for Highway Safety (IIHS).
Hvað gerðist?
Niðurstaðan af þessu öllu er Geely einbeitti sér meira að öryggi og þetta átti stóran þátt í ákvörðun þeirra að kaupa Volvo árið 2010.
Volvo sem er ávallt meðal þeirra sem eru leiðandi í öryggi, sem síðan hafa komið fram með nýja bíla sem eru með þeim öruggustu á vegunum. Fyrirtækið hafði það að markmiði að árið 2020 s kyldi enginn láta lífið né slasast alvarlega í nýjum Volvo bíl.
Datsun Go
Vaxandi bílahagkerfi eins og Indland eru stór tækifæri fyrir bílaframleiðendur þar sem mikil eftirspurn er eftir ódýrum bílum. Hins vegar fann Nissan það út með áþreifanlegum hætti árið 2014 að ódýrir bílar með lélega árekstrarhæfni geta orðið dýr mistök. Datsun Go, frá japanska framleiðandanum Datsun, hlaut núll stjörnur í Global NCAP prófunum þegar stór hluti af framenda bílsins aflagaðist við árekstur að framan.
Hvað gerðist?
Góða niðurstaðan af þessu er að Indland hefur nú Bharat – nýja öryggisúttektaráætlun til að gera árekstrarprófanir á öllum nýjum bílum sem seldir verða þar.
Chery QQ3
Kínverski Chery QQ3 var vinsæll bíll í Suður-Afríku. QQ3 stóð sig þó hræðilega í Global NCAP prófunum sem gerðar voru í tengslum við Bifreiðasamtök Suður-Afríku árið 2003. QQ3 fékk engar stjörnur og smíði ökutækisins þess var dæmd „óstöðug“.
Litlir bílar eiga oft erfitt með að skora hátt í öryggisprófunum en gömul hönnun QQ3 kemur í veg fyrir getu hans til að uppfylla kröfur um vernd farþega. Meðal annars var sýnt fram á þetta með því að höfuð brúðunnar sem kom í stað ökumanns braut stýrið.
Hvað gerðist?
Bílnum var að lokum skipt út fyrir nýrri og öruggari gerð.
Dodge Challenger
Kraftmiklir bílar eru meðal þeirra eftirsóknarverðustu í Bandaríkjunum en þeir eru líka líklegri til að lenda í árekstri en margar aðrar tegundir bíla. Þegar IIHS prófaði núverandi Dodge Challenger kom í ljós að fjöldi lykilsvæða var ófullnægjandi. Ástæða þótti til að hafa áhyggjur af af áhrifum höggs á þakið, hliðarárekstri að framan og styrkleika sætis og höfuðpúða.
Hvað gerðist?
Þar sem niðustöður sambærilegra prófana voru svipaðar endurhannaði Dodge öryggi fyrir farþegarýmið árið 2016 og bætti það vernd farþega til muna.
Tata Nano
Indverski Tata Nano var harðlega gagnrýndur árið 2014 eftir að bíllinn var settur í 64kmh höggprófun að framan af Global NCAP. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að Nano jók hættuna á lífshættulegum meiðslum og uppbygging bílsins var óstöðug og gerði hann óhentugan fyrir öryggispúða.
Hvað gerðist?
Samhliða því að styðja við Bharat-öryggisprófunarkerfið verð þetta til þess að haft var eftir forseta Indversku umferðarfræðslunnar: „Neytendur þurfa skýrar upplýsingar um lágmarksöryggisstaðla varðandi þá vernd sem nýir bílar veita.“ Framleiðslu á Nano lauk árið 2018.
Mahindra Scorpio
Stórir jeppar veita farþegum sínum mikla vernd, ekki satt? Því miður er það ekki alltaf raunin og Mahindra Scorpio-jeppinn er gott dæmi um slíkt. Mjög vinsæll í heimalandi sínu Indlandi, gat „Sporðdrekinn“ aðeins státað af tveimur stjörnum hvað öryggi barna snerti, en skoraði núll fyrir öryggi fullorðinna vegna þess að fremri hluti yfirbyggingarinnar aflagaðist mjög í árekstri.
Hvað gerðist?
Læsivarðir hemlar (ABS) og loftpúðar að framan voru boðnir sem valkostur í bílnum árið 2009 og skorti á þá í þá gerð sem prófuð var, eins og fyrirtækið benti á.
Gerðin er þó enn á eftir mörgum öðrum stórum jeppum í að tryggja öryggi farþega.
Renault Kwid
Renault Kwid er smíðaður og seldur á Indlandi sem hagkvæmur lítill jeppi. Í 65 km/klst höggprófun að framan árið 2016 skoraði Kwid núll stjörnur fyrir öryggi fullorðinna en náði tveimur stjörnum fyrir vernd barna. Það sem veldur áhyggjum er að þegar Renault bætti síðan við púða fyrir ökumann í Kwid og hann var prófaður aftur, urðu niðurstöðurnar þær sömu. Renault og aðrir bílaframleiðendur mótmæltu aðferðafræði Global NCAP prófananna en aðferðin er mjög lík þeim aðferðum sem Euro NCAP beitir.
Hvað gerðist?
Aðrir segja að þetta veiti ökumönnum á nýmörkuðum ekki sama öryggi ökutækja og á rótgrónari svæðum eins og Evrópu og Bandaríkjunum.
Vaxandi hreyfing er í þróuðum löndum til að loka þessu bili í öryggi. Hvað Kwid varðar hefur Renault lýst því yfir að þeir ætli að tryggja ökutæki sín í samræmi við endurskoðaðar öryggisleiðbeiningar á Indlandi vegna gildistöku árið 2019.
Rover 100
Í tilefni af 20 ára öryggisprófunum bar Euro NCAP saman British Rover 100 (mynd til vinstri) frá 1997 og Honda Jazz 2017 (til hægri). Þetta eru svipaðir bílar að stærð og þyngd og því gæti andstæðan á milli áhrifa vegna áreksturs þessara tveggja bíla ekki verið mikil. Þar sem Honda skoraði fimm stjörnur í prófun sinni náði Rover sem var mest selda gerðin í Bretlandi 1997 aðeins einni stjörnu í bílnum sem þá var framleiddur.
Í prófunum þýðir það að allur framendinn í Rover 100 gengur inn í aðalfarþegarýmið og bita við framrúðu var ýtt aftur um 50 cm.
Hvað gerðist?
Hið sjónrænt ógnvekjandi árekstrarpróf Rover 100 árið 1997 komst í fréttirnar. Eigandi Rover, þáverandi BMW, gerði sér grein fyrir að prófunin hafði eyðilagt orðspor bílsins og raunar hrundi salan. Framleiðslu var hætt skömmu síðar. Rover var ekki með neinn nýjan bíl til skiptana í þessum flokki og skortur á litlum bíl fór illa með söluumboð og fyrirtækið og stuðlaði að endanlegu hruni fyrirtækisins árið 2005.
Þetta mál jók almennt vitund neytenda um öryggi og internetið hefur í kjölfarið veitt neytendum greiðan aðgang að árekstrarprófamyndböndum af bílum sem þeir gætu viljað kaupa.
Rover P8
P8-bíllinn frá Rover hefði átt að vera bíllinn sem keppti við Mercedes í flokki lúxusfólksbíla. Margir gera ráð fyrir að innri stjórnmál innan hinnar víðfeðmu bresku Leyland samsteypu hafi stutt Jaguar og þar með endaði saga P8, en sannleikurinn er að léleg öryggisárangur í prófunum árið 1971 lagði einnig sitt af mörkum.
Hvað gerðist?
Jafnvel með breytingum á yfirbyggingunni voru endurbæturnar litlar og ekki löngu síðar ákváðu stjórnendur að hætta framleiðslunni. Kaupendur þurftu að bíða eftir SD1-gerðinni árið 1976, sem stóð sig vel (miðað við aðra bíla á þeim tíma) í árekstrarprófunum.
Mercedes-Benz A-Class
Ekki eru allar öryggisprófanir gerðar innan ramma rannsóknarstofu, eins og Mercedes komst að þegar sænska tímaritið Teknikens Värld reyndi sitt fræga „elgspróf“ á hinum nýja A-Class. Elgurinn er stórt dýr, ekki ólíkur dádýri, og tiltölulega algeng sjón í Svíþjóð í dreifbýli. A-Class var hannaður til að vera eins öruggur og mögulegt er, til dæmis með vél sem myndi renna undir gólfið í árekstri, en skyndileg akreinaskipti til að koma í veg fyrir árekstur við „elginn“ lét litla Mercedes-bílinn velta til hliðar og um koll.
Hvað gerðist?
Mercedes neitaði vandamálinu upphaflega en innkallaði síðan upp alla bíla og lagði bætti við rafrænu stöðugleikakerfi (ESP) sem staðalbúnað fyrir alla A-Class bíla auk þess að styrkja afturfjöðrunina. Þannig að þegar elgsprófið var endurtekið var vandamálið horfið. Þessi búnaður hemlar einstök hjól rafrænt ef hann skynjar vanda.
Talið er að mikil útbreiðsla þessa búnaðar og svipaðs búnaðar – sem var lögboðinn í öllum nýjum fólksbílum sem seldir voru í Bandaríkjunum frá og með árgerð 2012 og í Evrópusambandinu í nóvember 2014 – hafi bjargað þúsundum mannslífa.
Suzuki Celerio
Þeir hjá Autocar segjast segja fréttir en lenda sjaldnast líka í miðju sögunnar. Hins vegar var það nákvæmlega það sem gerðist þegar þeir framkvæmdu venjubundnar bremsuprófanir á Suzuki Celerio árið 2015. Þegar þeir settu á svið neyðarhemlun biluðu bremsurnar alveg á tveimur aðskildum prófunarbílum.
Hvað gerðist?
Stutta svarið: Suzuki innkallaði alla 37 bílana sem komnir voru í hendur viðskiptavina og innleiddi lausn á vandamálinu, sem orsakaðist af því að tengi við fótstig hemlanna beyglaðist við skyndilegt átak. Allt þetta tók 10 daga frá því að Autocar prófaði bílinn og þar til að vandamálið var leyst, sem er prýðilegur viðbragðstími.
Yfirverkfræðingurinn Shigeki Suzuki – já hann sjálfur – mætti á prófunarbraut Autocar til að sýna þeim bílinn eftir lagfæringuna (hann er til vinstri á myndinni).
Daewoo Matiz
Þeir sem reynsluaka bílum fyrir Autocar eru með þeim reyndustu í heimi, en samt kom það á óvart þegar fyrsta kynslóð Daewoo Matiz valt þegar verið var að bakka bílnum árið 1998. Þetta gerðist á lágum hraða þegar ökumaðurinn beitti stýrislás og þetta var ekki í þetta eina sinn vegna villu ökumanns. Sambland af háum þyngdarpunkti, litlum dekkjum og sérstökum aðstæðum sköpuðu hugsanlega hættulegar aðstæður.
Hvað gerðist?
Daewoo sagði að þetta próf væri of öfgakennt og breytti ekki bílnum, sem sýnir að ekki allar öryggisprófanir verða til þess að framleiðendur endurbæta ökutæki.
Chevrolet Corvair
Ef einhver bíll var fórnarlamb öryggisátaks þá er það Chevrolet Corvair. Hér var djörf hönnun á bíl fyrir bandaríska kaupendur sem kom fram á sjónarsviðið 1959 með vél að aftan til að skapa gott pláss í farþegarýminu. Vandamálið var að skorið var niður í kostnaði og það þýddi að ekki var nein ballansstöng að framan sem hefði ráðið við sveifluna á afturöxlinum, auk vanþekkingu á nauðsyn þess að hafa mismunandi dekkþrýsting milli fram- og afturhjóla.
Hvað gerðist?
Bók Ralph Nader, „Óöruggur á hvaða hraða sem er“, gagnrýndi bílinn árið 1965 og náði sölu, jafnvel þó að önnur kynslóð bílsins sem sett var á markað það ár hafi tekið á vandanum með ballansstöngina og meðhöndlun í akstri með nýrri fjöðrun.
Þetta mál varð einnig til þess að lög voru sett um umferð- og öryggi ökutækja árið 1966 sem innleiddu staðla af hálfu stjórnvalda fyrir alla bílaframleiðendur í Bandaríkjunum.
Chrysler Grand Voyager 2001
Þegar klukkan tifaði yfir á 21. öldina voru fjölnotabíla (MPV) nauðsynlegir vegna fjölhæfni og sjö sæta getu. Chrysler Grand Voyager var einn sá stærsti, en árangur hans í árekstrarprófi Euro NCAP frá 1999 sýndi að farþegarými kom illa út við högg að framan. Ökumaðurinn kom verst út úr þessu og bíllinn fékk enga stjörnu í prófuninni.
Hvað gerðist?
Þegar prófað var aftur árið 2007, var tekið fram að útgáfur með hægri stýri, sem seldar voru í löndum eins og Bretlandi, voru ekki með hnépúða ökumanns sem var orðinn staðalbúnaður í bílum með vinstra stýri.
Þrátt fyrir það stóð þessi stóri MPV-Chrysler sig samt illa og náði aðeins tveggja stjörnu einkunn.
Opel / Vauxhall Sintra
Fyrsta tilraun Opel/Vauxhall til að koma með sjö sæta fjölnotabíla (MPV) var að flytja inn ameríska gerð frá móðurfyrirtækinu General Motors til Evrópu. Niðurstaðan var rúmgóður bíll en sá sem Euro NCAP sagði að færi „of illa“ á framenda og benti á að stýri og loftpúði brotnuðu af stýrissúlunni og ógnaði ökumanni með banvænum meiðslum á hálsi.
Hvað gerðist?
Sintra var tekinn úr sölu og minni en miklu öruggari Zafira kom í staðinn hjá fyrirtækinu í sjö sæta MPV flokki.
Chrysler / Dodge / Plymouth Neon
Neon var kallaður hættulegasti bíllinn sem var til sölu í Bandaríkjunum í sinni fyrstu og annarri kynslóð og stóð sig mjög illa í IIHS prófunum í Bandaríkjunum. IIHS komst að þeirri niðurstöðu að alvarleg höfuðkúpubrot eða heilaskaði gætu orsakast af hliðarárekstri í Neon.
Hvað gerðist?
Þegar Neon fór úr framleiðslu árið 2005 ákvað Chrysler að nota ekki nafnið aftur og breytti þeirri ákvörðun aðeins árið 2017 þegar þeir settu endurmerktan Fiat Tipo á markað í Mexíkó og Miðausturlöndum.
Mercedes-Benz SLS AMG
Einn mest áberandi eiginleiki Mercedes SLS AMG (kynntur 2010) eru „vængjahurðir“ hurðirnar sem opnast upp frá þakbrúninni. En ef bíllinn myndi velta, hvernig myndu þeir sem væru í ökutækinu komast út í flýti?
Hvað gerðist?
Mercedes brást við slíkum áhyggjum með því að setja sprengihleðslur á lamaboltana. Þær fóru í gang ef bíllinn myndi velta eða gætu farið í gang ef togað var í hurðarhandfangið eftir árekstur.
Það var sniðug lausn og heimilaði sölu á SLS um allan heim með sínum sérstæðu hurðum.
Ford Pinto
Ford Pinto, sem seldist vel á sínum tíma, var ekki sérstæður að neinu leyti, nema hvað staðsetningu eldsneytisgeymisins varðar. Hann var á milli afturöxuls og afturstuðara. Þetta jók hættuna á því að tankurinn spryngi eða tækju að leka við aftanákeyrslur, sem sannað var í ýmsum prófunum á þeim tíma.
Hvað gerðist?
Þrýstingur almennings og fjölmiðla jókst og að lokum innkallaði Ford Pinto árið 1978 til að gera breytingar á kerfi eldsneytistanksins, átta árum eftir að bíllinn fór fyrst í sölu.
2009 Chevrolet Malibu á móti Bel Air frá 1959
Fimmtíu ára þróun árekstraprófana er fullkomlega dregin saman í þessu prófi milli Chevrolet Bel Air frá 1959 og svipuðum Chevrolet Malibu frá 2009. Framkvæmt af IIHS, sýnir það myndrænt að jafnvel með þykkt stál og aðskildan undirvagn gamla bílsins átti hann ekki roð í aflögunarsvæði og öryggisbúnað nútímabílsins til að taka á móti höggi og vernda farþega hans: fórna bílnum, ekki fólkinu inni í honum.
Bílaiðnaðurinn er kominn langt á þessum 50 árum og á þróunin heldur áfram.
Umræður um þessa grein