Annálaðar kelikerrur
Chevrolet Impala var kynntur til leiks árið 1958. Þetta var kraftmikill kaggi og reyndist GM undirstaða frekari framleiðslu á stórum og kraftmiklum bílum þess tíma.
Þetta er kagginn sem menntaskólanemarnir sóttust eftir að kela aftur í.
Impala kom með stórri vél, hydramatic þriggja gíra sjálfskiptingu og geggjaðri innréttingu. Þessi er árgerð 1960. Þetta er „fornbíllinn sem allir hafa beðið eftir,“ segir í sölulýsingunni. Verðmiðinn er aðeins 80 þús. dollarar (10.5 milljónir íslenskra króna).
Alvöru dreki
Impala var fyrst kynntur sem hugmyndabíll á Motorama sýningu GM árið 1956. Þetta var í raun 5 sæta hard-top Corvetta og það var vel við hæfi að nefna bílinn eftir gasellum sem gátu stokkið allt að þrjá metra í einu stökki.
Árið 1958 tíðkaðist að gefa bílum nöfn sem höfðuðu meira til tilfinninga en gerðarheita. Vélar í boði voru allt frá 6 strokka, 145 hestafla frá þriðja áratugnum til nýrra 348 cid (5,7l) V8 sem gáfu um 315 hestöfl. Þessi nýi Impala var nógu glæsilegur (og dýr) til að fá neytendur til að efast um að Chevrolet væri enn vörumerki sem framleiddi og seldi ódýr farartæki fyrir hinn almenna Ameríkana.
Kolefnismengaður kraftur
Árið 1961 kynnti GM Impala SS með 360 hestafla, 409 cid (6,7 lítra) V8 vél. Sú vél er í dag nær ófáanleg. Það var síðan eftir 1962 sem SS varð í raun bara útlitspakki en hægt var að panta í stærstu vélar GM í þessa kagga og allskyns aukahluti sem gerðu bílinn að algjöru spyrnutrölli. SS pakkinn var tekinn úr sölu árið 1970 en þó gátu menn pantað sér stórar vélar í þessa bíla.
Impala 1960
Gerður upp af eiganda til 27 ára.
Uppgerð vél, skipting og bremsur
402 kúbika Chevy V8 með Edelbrock blöndungi og Edelbrock 2-0 inntaki
Hydramatic túrbo 400, 3 gíra sjálfskipting
Síðari tíma loftkæling hefur verið sett í bílinn
Vökvastýri með Saginaw 605 boxi
Aflhemlar/skálabremsur
Red Houndstooth tau og vinyl í innréttingu
Síðari tíma hljómtæki
Roman Red lakk
14 tommu málaðar stálfelgur
Heimild: RK motors
[Birtist fyrst í nóvember 2021]
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein