Android Auto uppfærsla
Það er komin ný uppfærsla fyrir Android Auto. Þessi útgáfa virkar með Android 6.0+ þ.e. eldri útgáfur en 6.0 af Android stýrikerfinu keyra ekki þessa uppfærslu. Nýjasta uppfærslan er útgáfa 6.1.
Fyrir þau sem fá ekki að uppfæra Android Auto í Google Play Store er hægt að sækja APK skrá hingað.
Varðandi leiðbeiningar um hvernig á að setja upp APK skrá þá er leiðbeiningar að finna hér.
Helstu nýjungarnar í þessari útgáfu eru veggfóður eða bakgrunnsmyndir fyrir skjáinn, en það eru 15 myndir í boði.
Google virðist vera búið að virkja Google Assistant routines á ný. Sem ég giska á að sé röð aðgerða sem fara af stað þegar skipun er gefin um það sem sagt forrituð rútína. En þá þarf ökumaðurinn bara að gefa eina skipun í staðinn fyrir að vera að velja fullt af aðgerðum sem taka athyglina frá akstrinum.
Að auki hafa verið gerðar endurbætur og lagfæringar sem blasa ekki við. Það er ekki tilbúinn listi yfir þetta en Ford hefur staðfest einhverjar lagfæringar og endurbætur. Við vonum bara að það hafi ekki verið búin til ný vandamál í staðinn.
Umræður um þessa grein