Án Type R er engin Honda til
Honda staðfestir að gerð R-gerðir verði hluti af rafvæddri framtíð þess
Honda hefur þegar tilkynnt áform um að skipta yfir í rafknúið framboð á bílum og það gæti fengið suma til að velta fyrir sér framtíð hágæða gerða, eins og Civic Type R. En samkvæmt Honda munu Type R gerð verða hluti af rafvæddri framtíð fyrritækisins.
Hideki Kakinuma, aðalverkfræðingur fyrir Type R verkefni Honda, sagði nýlega við Autocar:
„Án Type R er engin Honda til“.
Hann hélt áfram, „Honda trúir því eindregið að akstursánægja sé kjarninn í að eiga sportara, persónulegan sportara”.
En, „kolefnishlutleysi og losunarreglur sem eru mjög strangar, það er mjög erfitt að hugsa um slíka sport-gerð með þeim takmörkunum“.
Að lokum bætti hann við: „En fyrir Honda eru þær hindranir nýjar áskoranir til að veita viðskiptavinum okkar akstursgleðina.
Já, við munum örugglega hafa áhuga á að koma með fleiri Type R.
Honda er ekki eini bílaframleiðandinn sem hefur skuldbundið sig til að halda aflmiklum og sportlegum gerðum sínum á lífi, þar sem Volkswagen staðfesti einnig nýlega að R-módel þeirra verði að fullu rafmögnuð árið 2030.
(frétt á vef TprqueReport)
Umræður um þessa grein