Alfa Romeo Giulia og Stelvio fá uppfærslu á útliti
Í nýliðinni viku birti Alfa Romeo myndir af nýju útliti Giulia og Stelvio bílanna. Kominn var tími á uppfærslu enda bílarnir búnir að vera nokkur ár á markaðinum í núverandi útfærslu.
Stærstu breytingarnar eru í innanrými bílsins og öryggisbúnaði, eins og akgreinavara, blindhornaviðvörun, annars stigs sjálfakstursbúnað og árekstrarviðvörun. Verkfræðingar Alfa Romeo hafa hinsvegar ekkert átt við hina 510 hestafla V6 vél undir húddinu á bílnunum.
Það þarf ekki fleiri orð um það því myndirnar með þessarri frétt láta mann strax íhuga að selja úr sér annað nýrað til að fjárfesta í svona tæki.
Umræður um þessa grein