Það er ekkert launungarmál að notaðir og nýir bílar seljast eins og heitar lummur víða í heiminum og þar eru Bandaríki Norður-Ameríku engin undantekning. Það sem kemur kannski dálítið á óvart er hvaða bíll seldist hraðast allra í júnímánuði.
Subaru Crosstrek er sá bíll er hraðast seldist af öllum nýjum bílum í júní. Vefurinn iSeeCars birti lista yfir topp-bílana í sölu vestra og kemur þar fram hver meðalsölutími hverrar tegundar er og meðalverð.
Meðaltíminn fyrir hvern nýjan Crosstrek í sölu í júní var 12.9 dagar og verðið 30.299 dollarar eða 4.207.000 kr.
Af notuðum bílum var Tesla Model Y sá bíll er hraðast seldist. Þar á eftir kom Toyota Prius Prime og í þriðja sæti Ford Mustang Mach E.
Skoðaðir voru 224.000 bílar bæði nýir og notaðir, sem seldir voru í júní og hér eru þeir 20 efstu af nýjum bílum.
?Hér má skoða listana í heild.
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein