Af hverju geta rafbílar ekki gefið öðrum rafbílum „start“?
Ég fékk þessa skemmtilegu spurningu frá einum ágætum frænda mínum: „Af hverju geta rafmagnsbílar ekki gefið hvor öðrum rafmagn frekar en að þurfa að kalla á sendibíl með utanborðsmótor til að hlaða bílinn?“
Þetta var og er kannski enn hægt með sérstökum CHAdeMO kapli ef báðir rafbílarnir, veitandinn og þeginn eru með CHAdeMO tengi. Kapallinn er hins vegar fokdýr og fæstir myndu fjárfesta í slíkum kapli nema björgunarþjónustur.
Líklega væri hægt að framkvæma þetta á flestum rafbílum ef það fengist passandi kapall og framleiðandinn gerði hugbúnaðarbreytingu sem gefur kost á því að bíllinn veiti frá sér rafmagni.
En þetta þykir ekki hagkvæmt og flestir rafbílar eru með það mikla drægni að það kemur varla fyrir að það þurfi að gefa rafbíl „start“ nema í undantekningatilfellum. Reynsla ökumannsins, sem er oftast eigandi bílsins, spilar líka stórt hlutverk, því ökumaðurinn hleður bílinn vanalega nóg til að komast þangað sem hann þarf á hleðslunni og á kannski líka smá borð fyrir báru.
Rafgeymarnir í rafbílum eru einnig í stöðugri þróun sem skilar sér í enn meiri drægni sem aftur á móti gerir þörfina fyrir að hlaða aðra rafbíla hverfandi.
Það sem gerðist í Noregi í desember og má lesa um hér, gerist ekki á hverjum degi. Orkugjafi bílanna þvarr hjá þeim mörgum óháð orkugjafanum.
Umræður um þessa grein