Aðfararnótt þriðjudagsins 23. ágúst sást helst til óvenjulegt farartæki á neðanjarðarlestarstöð í Madrid. Farartækið sjálft er ekki óvenjulegt í umferðinni ofanjarðar en á neðanjarðarlestarstöðinni við Plaza Eliptica átti það ekki heima.
Bílnum hafði einhver stolið og þessi „einhver“ virðist hafa ætlað með lestinni því þangað hafði hann ekið, niður að brautarpalli. Þjófurinn reyndist ekki slasaður en farið var með hann á sjúkrahús engu að síður. Nú er búið að handtaka mann (mögulega „einhvern“) í tengslum við þessa undarlegu flóttaleið, eða ferðalag, á stolna bílnum.
Slökkviliðsmenn komu bílnum upp á yfirborð jarðar en fróðlegt hefði verið að vita hvernig sá sem kom bílnum þangað niður, hafi séð framhaldið fyrir sér. Það er að segja ef hann hefði ekki fest bílinn þarna í „neðra“.
Af öðrum stolnum eða föstum bílum:
Fastur uppi í tré í 37 ár
Rústuðu kleinuhringjabúð á stolnum bíl
Stal sögufrægum bíl en skilaði honum
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein