Það eru heldur betur fréttir þegar stórstjörnur sjást á fínum bílum, er það ekki annars? Ehemm…
Þetta er nú kannski frekar kjánalegt því að maður hefur ekki hugmynd um hvaða náungi þetta er: Sahid Kapoor. Vita ekki örugglega allir hver hann er? Ekki það? Jæja, stór hluti mannkyns veit það engu að síður því hann er Bollywood-stjarna. Indverjar eru nú ekki nema, tjah, 1.402.420.930 talsins samkvæmt nýjustu (í alvöru) talningu.
Leikarinn er ægilega frægur. Fylgjendur hans á Instagram eru rúmlega 33 milljónir talsins ef það segir eitthvað en okkur er nú slétt sama um svona lagað. Aðalatriðið er að maðurinn kann að meta góð ökutæki.
Látið myndina fyrir neðan þó ekki blekkja ykkur. Hann er á þessum svarta – ekki gula og svarta apparatinu!
Svo veit maður ekkert hvort Sahid Kapoor aki sjálfur yfirleitt. Kannski er hann ekki með bílpróf… Alla vega virðist hann vera farþegi í meðfylgjandi myndbandi, blessaður karlinn.
Bíllinn, Maybach S580, á víst ekki að koma á indverska bílamarkaðinn fyrr en 3. mars en það virðist ekkert trufla leikarann sem er sannarlega á Maybach S580 í myndbandinu. Númera„plöturnar“ viðast þó eitthvert bráðabirgðapjátur. Einhverjum datt nú í hug að Kapoor væri bara að reynsluaka bílnum en það væri sérstakt að reynsluaka án þess að aka sjálfur.
Nóg um það!
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein