Það var spenna í loftinu í gær þegar nýr alrafmagnaður Porsche Macan var forsýndur í höfuðstöðvum Porsche á Íslandi. Fjölmenni var við frumsýninguna enda bíll í algjörum sérflokki á ferðinni.
Porsche Macan sameinar sportbíl og sportjeppa í einum bíl. Hann kemur með nýrri 100 kWh rafhlöðu sem býður upp á 80% hleðslu á um 20 mínútum.
Fjórar gerðir eru í boð, Macan Electric, Macan 4 Electric, Macan 4S Electric og Macan Turbo Electric.
Verð er rétt undir 15 milljónum á byrjunargerðinni.
Gerðirnar eru í mismunandi útfærslum þó svo að allar séu hlaðnar lúxus og tækni.
Afl drifrása er frá 408 hö upp í 639 hö og sá sneggsti er 3.3. sek í 0-100 km/klst. og drægni frá 591 km. upp í 612 skv. WLTP. 800 volta rafkerfi er í nýja Macan Electric.
Macan er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi í verksmiðju er kolefnisjöfnuð að fullu. Verksmiðjan nýtir einungis 100% græna raforku og mætir upphitunarþörf sinni hlutfallslega með lífrænu metani og lífmassa.
Bíllinn er frumsýndur hjá Porsche á Íslandi um helgina.
Við reiknum með að reynsluaka bílnum á næstu vikum og færum ykkur ítarlega umfjöllun í kjölfarið.
Myndir: Radek Werbrowski
Umræður um þessa grein