BL við Sævarhöfða frumsýnir á laugardag, 14. september milli kl. 12 og 16, hinn margverðlaunaða rafbíl, Renault Scenic E-Tech, sem meðal annars var kjörinn Evrópubíll ársins 2024 á bílasýningunni í Genf fyrr á árinu og Besti fjölskyldurafbíll ársins hjá TopGear.
Á laugardag verður jafnframt haldið upp á það að 70 ár eru liðin frá því að Bifreiðar og landbúnaðarvélar, forveri BL, tók til starfa 1954.
Af því tilefni verður gestum að sjálfsögðu boðið upp á sérstök afmælistilboð á bílum og afmælisköku í sýningarsalnum við Sævarhöfða, hjá Jaguar Land Rover við Hestháls og Hyundai við Kauptún í Garðabæ.
Sannkallaður fjölskyldubíll
Renault Scenic E-Tech er 100% rafknúinn fjölskyldubíll með á bilinu 60-87 kWh rafhlöðu og 170 til 220 hestafla rafmótor eftir útfærslum og allt að 625 km drægni.
Bíllinn er búinn öllum helsta og nýjasta öryggisbúnaði og í farþegarými er fullkomið afþreyingarkerfi sem stjórnað er á stórum margmiðlunarskjá, þar sem m.a. er að finna leiðsögn í rauntíma, raddstýringu og yfir 50 snjallforrit.
Farangursplássið er svo 545 lítrar og stækkanlegt með niðurfelldum aftursætisbökum.
Endurunninn og endurvinnanlegur
Þess má geta að ekkert leður er notað í farþegarými Renault Scenic E-Tech, ekkert króm er á ytra byrði bílsins og rafhlaðan er úr endurunnum efnum enda leggur Renault áherslu á endurvinnanleg efni og lífræn efni úr plöntulífmassa.
Verð á Renault Scenic E-Tech er frá: 7.390.000 kr. að meðtöldum styrk frá Orkusjóði, en allar nánari upplýsingar um mismunandi útfærslur bílsins og búnað eru að finna á renault.is.
Vinsæll allt frá 1996
Renault Scenic kom upphaflega fram árið 1996. Scenic varð strax vinsæll og var þegar árið 1997 kjörinn Evrópubíll ársins. Scenic er meðal allra vinsælustu framleiðslubílum Renault á helstu mörkuðum, ekki síst í Evrópu og Asíu.
Scenic hefur tekið ýmsum breytingum í áranna rás, meðal annars verið boðinn 7 sæta og með fjórhjóladrifi en árið 2022 var framleiðslu hans hætt í bili á meðan Renault vann að þróun og hönnun algjörlega nýrrar kynslóðar sem BL frumsýnir nk. laugardag.
Umræður um þessa grein