Nýr Supercharger hraðhleðslugarður með 20 stöðvum hefur opnað við Flugvelli 25 í Keflavík, stærsti hleðslugarður Tesla til þessa. Opnunin eru hluti af rammaáætlun sem hefur verið gerð með N1 um opnun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðva um land allt.
Markmið Tesla er að flýta fyrir orkuskiptum og með það að leiðarljósi hafa betrumbætur átt sér stað á hleðslustöðvum, sem eru einnig opnar öllum tegundum rafbíla. Nýju stöðvarnar eru fjórðu kynslóðar stöðvar og kallast V4 Supercharger.
V4 hleðslustöðvarnar skila allt að 250 kílóvatta hleðsluhraða og eru stórt framstökk í tækniþróun. Evrópsku V4 stöðvarnar eru einungis búnar CCS kapli fyrir bíla sem styðja við hraðhleðslu.
Allar Tesla Model 3 og Model Y, en einnig Model S og Model X sem afhentir voru frá og með fjórða ársfjórðungi árið 2022 á Íslandi styðja við CCS hleðslu.
Íslenskir eigendur Model S og Model X sem tóku við afhendingu fyrir fjórða ársfjórðung 2022 geta notað hleðslustöðvarnar með CCS millistykki sem hefur fylgt með sem staðalbúnaður fyrir Model S og Model X síðan í maí 2019.
Tesla rekur 10 hleðslugarða með 68 Supercharger hleðslustöðvum um land allt:
- Keflavík (20 stöðvar)
- Vatnagarðar (3 stöðvar)
- N1 Fossvogur (4 stöðvar)
- Garðheimar (8 stöðvar)
- Hvölsvöllur (8 stöðvar)
- Kirkjubæjarklaustur (4 stöðvar)
- Höfn (3 stöðvar)
- Egilsstaðir (2 stöðvar)
- Akureyri (8 stöðvar)
- Staðarskáli (8 stöðvar)
Við viljum þakka Lava Car Rental fyrir að hýsa hleðslugarðinn og N1 fyrir gott samstarf í kringum uppbyggingu Supercharger hraðhleðslunetsins á Íslandi.
Staðreyndir um hleðslu og notkun Tesla Supercharger hraðhleðslustöðvum
Tesla býður uppá rafbíla sem hafa allt að 634 km drægni (WLTP). Dagleg hleðsla fer fram þar sem bíllinn er geymdur yfir nótt, og tekur til akstursþarfar í daglegu lífi.
Supercharger netið er hannað fyrir langferðir og stöðvarnar eru staðsettar meðfram vinsælum ferðaleiðum til að auðvelda hleðslu á ferðalögum.
Með því að nota leiðsögn bílsins geturðu reiknað út hversu mikið þú þarft að hlaða til að komast örugglega þangað sem þú ert að fara. Bíllinn býr sjálfvirkt til hleðsluáætlun sem virkar einnig á lengri ferðalögum, til dæmis ef þú vilt fara í akstursfrí á meginlandi Evrópu.
On-Route Battery Warmup gerir bílnum kleift að tryggja sjálfkrafa að hitastig rafhlöðunnar sé fínstillt áður en komið er á Supercharger stöðina. Þetta getur stytt hleðslutíma um allt að 25%.
Eigendur geta fylgst með hleðslunni í gegnum Tesla appið og fá sjálfvirka tilkynningu í snjallsímann sinn þegar bíllinn hefur hlaðið nóg til að halda ferðinni áfram.
Fyrir viðskiptavini Tesla sem eru ekki með Supercharger hraðhleðslu sem var innifalin við kaup á bílnum, er meðalverð á íslenskum Tesla Supercharger hraðhleðslustöðvum í dag 48 kr/kWh.
Fyrir aðra rafbíla en Tesla er meðalverð fyrir hleðslu á íslenskum Supercharger hraðhleðslustöðvum í dag 65 kr/ kWst án áskriftar. Fyrir þá sem eru með áskrift er verðið það sama og fyrir Tesla eigendur sem eru ekki eru með Supercharger hraðhleðslu sem var innifalin við kaup á bílnum.
Verðin á Supercharger stöðvunum eru breytileg og eru sett eftir aðstæðum á vettvangi.
Tesla endurskoðar reglulega verð á Supercharger hraðhleðslu til að tryggja rétta og sanngjarna verðlagningu.
Umræður um þessa grein