Turbo dagar fóru fram 2. – 7 september í sýningarsal Porsche í tilefni 50 ára afmæli 911 Turbo.
Nokkrir stórglæsilegir og klassískir Porsche 911 Turbo bílar voru til sýnis í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9 alla vikuna sem endaði með sérstakri afmælissýningu síðastliðinn laugardag frá 12-16.
Þeir turbo bílar sem voru til sýnis voru á Turbo sýningunni voru meðal annarra: 996 Turbo, 930 Turbo, 997 Turbo S, 992 Turbo, 992 Turbo S x 2 og Cayenne Turbo GT Packet.
Einn þekktasti sportbíll allra tíma
Porsche 911 Turbo er afkastamikill sportbíll sem kom fram í dagsljósið árið 1974.
Hann varð fljótt þekktur fyrir samsetningu lúxus, krafts og nýsköpunar og setti veigamikil viðmið í sportbílaheiminum.
Fyrsti 911 Turbo, þekktur sem 930, var með 3,0 lítra sex strokka túrbóvél sem skilaði 260 hestöflum.
Hann var einn af fyrstu bílunum til að nota forþjöppu til að auka afköst frekar en ná fram meiri skilvirkni.
Sá Porsche var þekktur fyrir hráan kraft og hafði einnig orð á sér fyrir að vera svolítið erfiður í meðhöndlun, sem gaf honum viðurnefnið „widowmaker”.
Porsche endurbætti 911 Turbo með því að stækka vélina í 3,3 lítra og bæta við millikæli, sem jók aflið í 300+ hestöfl.
Meðhöndlun og öryggiseiginleikar voru einnig endurskoðaðir sem gerði bílinn auðveldari viðureignar.
Porsche endurbætti 911 Turbo enn frekar með 964 Turbo, sem var með betri loftmótstöðu og aldrifi sem leiddi til talsverðra breytinga á meðhöndlun.
993 Turbo frá 1995 var síðan með tvöfaldar túrbínu og með fjórhjóladrifi, sem bætti grip og gerði hann að betri sportbíl í erfiðari aðstæðum.
Síðari kynslóðir (996, 997, 991 og nú 992) héldu áfram að ýta á mörk afkasta, með öflugri vélum, betri loftmótstöðu og háþróaðri tækni eins og Porsche Active Suspension Management (PASM) og tvískiptingum.
Porsche bílar í dag eru þekktar fyrir einstaka hröðun og keppa við þá sterkustu í sportbílaheiminum.
Svipmyndir frá Turbo sýningu 911 Porsche á laugardag.
Umræður um þessa grein