Við litum við á Haustsýningu Heklu um helgina. Kynntur var til sögunnar nýr og öflugur Audi Q7 tengiltvinnbíll og þarf vart að taka fram að hann vakti mikla athygli sýningargesta.
Ennfremur kynnti Hekla til sögunnar nýjan og öflugri Skoda Enyaq 85X, með meiri drægni og meira afli.
Þá mátti sjá splunkunýjan Skoda Superb, rúmgóðan og flottan fjölskyldubíl með díselvél.
Golfinn góði á 50 ára afmæli á árinu og tilefni af því sýndi Hekla 50 ára afmælisútgáfu af bílnum. Golf GTE átti sinn stað í salnum og stal athygli margra gesta á Haustsýningu Heklu um helgina.
Audi Q7
Nýr Audi Q7 TFSI e – flaggskip Audi er nú loksins mættur í sýningarsal Heklu. Audi Q7 er lúxussportjeppi sem sameinar það besta úr báðum heimum með kraftmikilli bensínvél og allt að 82 km drægni á rafmagni.
3.0 l V6 bensínvél
Allt að 82 km drægni á rafmagni (skv. WLTP)
3.500 kg dráttargeta
Fullkomið quattro fjórhjóladrif
Mjög rúmgott farangursrými
5 ára ábyrgð eða upp að 150.000 km akstri (hvort sem kemur fyrr)
VW Golf
Golf fagnar 50 ára afmæli VW Golf með sérstakri afmælisútgáfu sem nú er til sýnis í sýningarsal Heklu. Bíllinn er fullur af aukabúnaði, með öflugri bensínvél og allt að 142 km drægni á rafmagni (skv. WLTP).
Sérstök 50 ára afmælisútgáfa sem er hlaðin aukabúnaði
Tímalaus hönnun
Nútíma sparneytni
5 ára ábyrgð eða upp að 100.000 km akstri (hvort sem kemur fyrr)
Skoda Enyaq 85x
Nýr Skoda Enyaq er kraftmeiri, betur búinn og með meiri drægni en áður. Með aflmeiri vél verður drægni bílsins allt að 536 km (skv. WLTP).
286 hestöfl
28 mínútur í 80% hleðslu í 175 kW hraðhleðslustöð
585 lítra farangursrými
Lyklalaust aðgengi og snjallforrit þar sem hægt er að forhita bílinn
Rafdrifið ökumannssæti og afturhleri
5 ára ábyrgð eða upp að 100.000 km (hvort sem kemur fyrr)
8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu eða upp að 160.000 km (hvort sem kemur fyrr)
Skoda Superb
Nýr Skoda Superb er rúmgóður, kraftmikill og sparneytinn í senn – með frábæra akstureiginleika.
Fjórhjóladrifinn
Sjálfskiptur
Dísel
625l skottpláss
Umræður um þessa grein