- Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji framleiðslu í lok árs 2026 og muni skapa allt að 5.000 störf.
Samkvæmt frétt Bloomberg hefur BYD undirritað samning við Tyrkland um byggingu verksmiðju, ráðstöfun sem gæti styrkt fótfestu kínverska bílaframleiðandans í Evrópu.
Samningurinn felur í sér að BYD fjárfestir um 1 milljarð Bandaríkjadala í verksmiðjunni, sem mun framleiða 150.000 raf- og tvinnbíla árlega og innihalda rannsóknar- og þróunarmiðstöð.
Wang Chuanfu, stjórnarformaður BYD, og Mehmet Fatih Kacir, iðnaðar- og tækniráðherra Tyrklands, undirrituðu samninginn, samkvæmt yfirlýsingu frá tyrkneska ráðuneytinu í tölvupósti þann 8. júlí.
Búist er við að verksmiðjan muni bæta „flutningslega skilvirkni“ BYD þar sem hún miðar að því að ná til evrópskra viðskiptavina, samkvæmt yfirlýsingunni. Tyrkland er ekki aðili að Evrópusambandinu en hefur tollasamning við sambandið.
Frá verksmiðju BYD í Kína sem framleiðir margar gerðir á sömu framleiðslulínu og getur skilað nýjum bíl á 90 sekúndna fresti
Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji framleiðslu í lok árs 2026 og muni skapa allt að 5.000 störf.
Gert til að sleppa við innri tolla ESB?
ESB hefur hækkað tolla á innflutningi á kínverskum rafbílum og þetta snertir BYD með 17,4 prósenta aukagjaldi ofan á núverandi 10 prósent gjald.
Með því að framleiða bílana í Tyrklandi eru bílarnir sem eru smíðaðir þar ekki háðir þessum tollum ESB og væntanlega mun þetta því hjálpa BYD að markaðssetja bílana innan Evrópu.
Verksmiðja BYD mun einnig sjá fyrir innanlandsmarkaði Tyrklands. Rafbílar voru 7,5 prósent af bílasölu á síðasta ári í Tyrklandi, landi með tæplega 90 milljónir íbúa.
BYD er að byggja sína fyrstu evrópsku fólksbílaverksmiðju í Ungverjalandi, sem það stefnir á að opna fyrir 2026.
(Automotive News Europe og fleiri vefsíður)
Umræður um þessa grein