- Nú á dögunum afhjúpaði Kia nýja EV3 rafjepplinginn sem væntanlegur er til landsins síðar á árinu. Miklar væntingar eru til EV3 rafbílsins sem setur nýja gæðastaðla í flokki borgarjepplinga vegna blöndu af byltingarkenndum eiginleikum, framúrskarandi tækni og djarfri hönnun.
Kia EV3 er með allt að 600 km drægni í útgáfu með stærri rafhlöðu og er með hleðslugetu frá 10-80% á hálftíma. EV3 notast við fjórðu kynslóðar rafhlöðu-tækni Kia en EV3 staðalgerðin er í boði með 58.3 kílówatta rafhlöðu en er einnig fáanlegur með stærra 81.4 kílówatta rafhlöðu.
„Með því að bjóða upp á byltingarkennda hönnun, leiðandi rafknúna drifrás og hagnýtar, nýstárlegar lífsstílslausnir stefnir EV3 að því að útvíkka einstaka upplifun Kia EV-jeppanna til breiðari markhóps. Með WLTP drægni upp að allt að 600 km og hraðhleðslugetu sinni tekur EV3 á almennum áhyggjum varðandi rafbíla. Þetta mun sannfæra þau sem kunna að hafa verið hikandi við að skipta yfir í rafmagnsfarartæki og mun vera leiðandi í innleiðingu rafbíla,“ segir Ho Sung Song, forstjóri Kia.
EV3 er fyrsti EV bíll Kia sem verður í boði með Kia AI Assistant kerfinu (gervigreindaraðstoð). Gervigreindin skilur flókin samhengi og tungumál og getur átt eðlileg samtöl við notendur. Gervigreindaraðstoð Kia getur þannig hjálpað til við skipulag á ferðalagi og leiðbeint notendum til að fá það mesta úr ferðinni.
Innanrýmið, ásamt upplýsinga- og afþreyingakerfum eru hönnuð með það í huga að þau séu framlenging á búseturými notenda. Hægt er að nýta streymisþjónustur og annað efni eins og leiki sem hægt er að spila í bílnum.
EV3 kemur með tækni hins margverðlaunaða Kia EV9, sem nýlega var valinn bæði bíll ársins og rafbíll ársins hjá World Car of the Year, og er því hlaðinn tækni og akstursaðstoðarkerfum sem finnast vanalega í stærri rafjeppum. Þetta skapar verðmæti fyrir eigandann sem er umtalsvert meira en hefur áður fundist í flokki borgarjepplinga og veitir yfirburðar akstursupplifun.
„Það verður ótrúlega spenanndi að kynna þennan bíl á Íslandi síðar á árinu. Hann er í stærð sem íslendingar elska hvað mest og ekki skemmir fyrir að hann tikkar í öll box þegar kemur að drægni, tækni, útliti, rými og gæðum. EV3 er einnig með V2L, sem þýðir að hann getur gefið frá sér orku og þannig hlaðið önnur raftæki og t.d. séð hjólhýsi fyrir raforku á ferðalagi“, segir Kristmann Dagsson, sölustjóri Kia á Íslandi.
Kia EV3 er væntanlegur til landsins síðar á árinu.
(fréttatilkynning frá Öskju – Kia á Íslandi)
Umræður um þessa grein