Eitt af markmiðum Tesla er að stuðla að hröðun orkuskipta í heiminum yfir í sjálfbæra orku, og á þeirri vegferð höfum við lagt ríka áherslu á að verð á Tesla ökutækjum séu eins hagstæð og mögulegt er á árinu 2024.
Þessu markmiði ná þau hjá Tesla með því að byggja á einstökum hönnunar- og framleiðsluferlum sem varða veginn til hagkvæmari og skilvirkari framleiðslu.
Ávinningnum sem af þessu hlýst skilum við til viðskiptavina og bjóðum afburða ökutæki á enn hagstæðara verði. Model Y og Model 3 uppfylla skilyrði Orkusjóðs um útgreiðslu á 900.000 króna styrk til bæði einstaklinga og fyrirtækja. Styrkurinn er greiddur eftir á beint til viðskiptavina.
Nú er afturhjóladrifinn Model 3 í boði frá 5.490.302 kr. og Model Y afturhjóladrifinn frá 6.195.499 kr. með styrk frá Orkusjóði. Einnig hafa aðrar gerðir af Model 3 og Model Y lækkað í verði.
Hægt er að skoða Model 3 hönnunarstúdíóið hér
Hægt er að skoða Model Y hönnunarstúdíóið hér
Myndir eru aðgengilegar í myndagallerý.
Umræður um þessa grein