Þessi 1968 Mustang Licensed Eleanor Tribute Edition er til sölu í dag og kostar litla 424.900 USD (60.076.000 IKR).
Bíllinn er viðurkenndur 1968 Ford Mustang Eleanor Tribute! Einnig með vottun frá Gone In 60 Seconds LLC og er með VIN merki sem sýnir vottunina.
Þessi Eleanor er knúinn af Ford Coyote 5.0 V8 mótor og við hann er tengdur Tremec TKX 5-gíra kassi. Afturöxull er 3,0 Ford 8′. Wilwood diskabremsur allan hringinn. Hann ekur óaðfinnanlega og auðvelt er að höndla bílinn.
Fimm lítra rokkurinn er síðan tengdur setti af 2.5 ” útblæstri út með hliðunum! Þessi Eleanor mun örugglega snúa nokkrum hausum þegar hann sést á götu!
Að innan er þetta eintak jafn flott og að utan. Svört leðursæti og uppgerðir mælar í mælaborði. Bíllinn er seldur sem Resto Mod sem þýðir að hann er búinn nýrri tækni með þeirri gömlu.
Ford Mustang Eleanor útgáfan vísar til sérstakrar útgáfu af Ford Mustang, innblásinni af bílnum sem kom fram í kvikmyndinni “Gone in 60 Seconds” frá 1974. Í myndinni var Eleanor, breyttur Ford Mustang Shelby GT500 árgerð 1967.
Vegna vinsælda og áberandi útlits í myndinni hafa margir bílaáhugamenn sérsniðið sínar eigin útgáfur af Eleanor Mustang.
Þessir sérsniðnu Mustang eru venjulega með margvíslegar uppfærslur, sérstaka boddýgerð, einkennandi liti, aukin afköst og uppfærðar innréttingar.
Þó að hugtakið “Eleanor edition” sé ekki opinber tilnefning frá Ford, hefur það orðið samheiti við þessa sérsmíðuðu Mustang sem hylla bílinn úr myndinni.
Þessar eftirlíkingar seljast oft á háu verði vegna þess hve fágætar þær eru og tengjast myndinni.
„Fæðing” Mustang
Mustang var formlega kynntur af Ford þann 17. apríl 1964 á heimssýningunni í New York.
Mustanginn var kynntur sem „sportbíll almennings” árið 1964.
Hann var markaðssettur sem sportbíll á viðráðanlegu verði fyrir hinn venjulega vinnandi mann og því að blanda saman stíl, afköstum og hagkvæmni.
Mustanginn náði strax til fjöldans og Ford fékk yfir 22,000 pantanir á fyrsta degi í sölu.
Þróun og vinsældir
Í gegnum árin gekkst Mustang undir nokkrar hönnunarbreytingar og uppfærslur á afköstum og þróaðist í mismunandi kynslóðir.
Hann varð síðan nokkurskonar samheiti yfir ameríska sportbíla (e. Muscle Cars) en þeir voru þekktir fyrir öflugar vélar og áberandi stíl. Þeir sköpuðu tískustrauma og mótuðu samfélagið á ákveðinn hátt.
Vinsældir Mustang jukust ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur einnig út um allan heim og Mustang varð tákn „sportarans” ef svo má segja.
Mustanginn var áberandi
Aðdráttarafl Mustang náði út í hina ýmsu kima þjóðfélagsins. Og fræga fólksins sem kunni að meta stíl hans og frammistöðu.
Steve McQueen, hinn frægi leikari sem þekktur er fyrir hlutverk sín í kvikmyndum eins og „Bullitt” og „The Great Escape”, ók frægum Highland Green 1968 Ford Mustang GT Fastback í kvikmyndinni „Bullitt”. Sá goðsagnakenndi bílaeltingaleikur er talinn einn sá mesti í kvikmyndasögunni.
Tengsl Steve McQueen við Ford Mustang voru nokkuð sérstök, þökk sé hlutverki hans sem rannsóknarlögreglumaðurinn Frank Bullitt í kvikmyndinni „Bullitt”.
Myndin sýndi eitt þekktasta bílaeltingaatriði kvikmyndasögunnar, með McQueen við stýrið á Highland Green 1968 Ford Mustang GT Fastback sem elti svartan Dodge Charger um götur San Francisco.
Ford Mustang Bullit útgáfur hafa komið jafnt og þétt í ýmsum árgerðum í gegnum árin.
Eltingaleikurinn, sem var tekinn upp þar sem McQueen framkvæmdi flest áhættuatriðin sjálfur, setti nýjan staðal fyrir hasarfulla bílaeltingaleiki í kvikmyndum.
Persónuleg sækni McQueen í akstur sporbíla var vel þekkt og hann var sjálfur fær kappakstursmaður. Hann felldi ást sína á bílum oft inn í kvikmyndir sínar og Mustanginn í „Bullitt” varð einn frægasti bíllinn á hvíta tjaldinu.
Aðrar athyglisverðar stjörnur sem hafa átt eða ekið Mustang eru Jay Leno, Bruce Springsteen, Patrick Dempsey og Tim Allen auk fleiri stjarna.
Jay Leno, hinn þekkti grínisti og sjónvarpsmaður, er þekktur bílaáhugamaður á mikið safn klassískra, framandi ökutækja. Í glæsilegu safni er Jay Leno með Mustang sem hann heldur mikið upp á.
Bruce Springsteen, hinn goðsagnakenndi rokktónlistarmaður, hefur verið myndaður með ýmsum klassískum bílum, þar á meðal í gömlum Ford Mustang. Ást Springsteen á bílum og fatastíll hans passa vel við ímynd Mustang sem amerísks tákns.
Patrick Dempsey, þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dr. Derek Shepherd í sjónvarpsþáttunum „Grey’s Anatomy,” er einnig ákafur ökuþór og bílasafnari. Hann hefur sést keyra Ford Mustang, sem endurspeglar ef til vill ástríðu hans fyrir bílamenningu.
Tim Allen, leikarinn og grínistinn frægur fyrir hlutverk sín í „Home Improvement” og „Toy Story,” er sjálfkjörinn bílaáhugamaður. Hann hefur átt og sýnt nokkra klassíska bíla, þar á meðal Ford Mustang, sem hluta af glæsilegu bílasafni sínu.
Arfleifð
Í gegnum áratugina hefur Mustang haldið áfram að vera einn þekktasti Ford í sögunni og má segja að hann hafi aldrei fallið niður af þeim stalli. Hins vegar komu ár sem Mustanginn átti síður upp á pallborðið hjá alvöru aðdáendum bílsins.
Ford Mustang eins og hann lítur út árið 2024.
Arfleifð bílsins er fagnað með ýmsum hætti, allskyns sérútgáfum sem minna eldri gerðir, svo nýjar kynslóðir ökumanna geti notið.
Tæknilegt yfirlit
SPECS
Gen 1 Ford Coyote 5.0 V8
– Engine NO. RFBR3E6015HF
– 420 HP
– Stock EFI
– Stock Heads
Tremec TKX 5-Speed Manual
– Explosion Proof Bell Housing
– Trans NO. TCET17765
Ford 8” Rear End
– 3.00 Gear
– Open Gear
BODY
– Eleanor Bodykit
– Front Foglights
– Pepper Gray Metallic Paint
– Black Center Stripes
– Trim & Body Gaps Are Tight
UNDERNEATH
– QA1 Adjustable Coilovers
– Ridetech Suspension
– Wilwood 4-Piston Disc Brakes
– 2.5 Exhaust
– Sidepipes
– Frame Ties
– Mustang II Rack & Pinion Steering
Chrome Shelby Style Rims
– 225/45/R17 Lionhart LH503
– 285-35/R18 Lionhart LH503
INTERIOR
– TMU Seats
– New Carpet
– Velocity Gauges
– Retrosound Radio
– A/C
– Custom Painted Rollcage
– Red Underglow Lights
– Car Functions Controlled Through Toggle Switches
Umræður um þessa grein