Fyrsta íbúðarlánið var veitt, Halldór Laxness hlaut Nóbelsverðulaun, Almenna bókafélagið var stofnað og Akureyrarflugvöllur var tekinn í notkun. Á þessu herrans ári kynnti Ford líka nýja útgáfu af Ford Fairlane, Crown Victoria.
Þessi er alveg sér á báti. Ford Fairlane Crown Victoria árgerð 1955 tekinn í nefið ef svo má segja og gerður upp án þess að spara á nokkru sviði. Upprunalegur litur, Buckskin Brown og Snowshoe White.
Hjólkoppar eru sagðir upprunalegir og hvítu hringirnir setja sterkan svip á bíla þessa tíma. Ljósbrúnt vinyl og tau áklæði skapa ávkeðna lúxusstemningu í þessum bíl, tvöföld bekksæti, tveggja arma stýri og upprunalegar endurgerðar mælaskífur.
Ágætt afl
Í bílnum sem sýndur er með þessari grein er 272 cid vél með 4 hólfa Holley blöndungi. Að horfa ofan í vélarsalinn er eins og þú sért á bílasýningu árið 1955 að skoða nýjan svona kagga.
Aflið er sent til afturhjólanna með þriggja orginil sjálfskiptingu. Bíllinn keyrir frábærlega segir í sölulýsingu. Tvöfalt útblásturskerfi gefur síðan ótvírætt hljóð úr Ford Y blokkinni.
Ásett verð er um hundrað þúsund dalir. 100.0000 usd. (rétt tæpar 14 milljónir ÍSK.).
Ford Crown Victoria kom fyrst árið 1955 sem gerð í Fairlane seríu Ford.
Hún var kynnt sem hluti af Fairlane línu Ford, sem samanstóð af ansi mörgum bílgerðum sem kalla mátti bíla í fullri stærð.
Króm í algleymingi
Crown Victoria 1955 var með áberandi “Fairlane Crown Victoria” stíl sem Ford hannaði sérstaklega fyrir gerðina. Króm var þar í aðalhlutverki enda er bíllinn rammaður inn í króm frá framanverðu og yfir allan bílinn.
Þetta var það sem gerði bílinn auðþekkjanlegan sem Crown Victoria.
Tveggja dyra sportari
Crown Victoria var fáanlegur sem sem tveggja dyra harðtoppur og tveggja dyra fólksbíll. Tveggja dyra harðtoppútgáfan var sérstaklega vinsæl vegna sléttrar þaklínu og stoðlausrar hönnunar.
1955 Crown Victoria var boðinn með ýmsum vélarvalkostum. Þar á meðal voru inline-sexur og V8 vélar. V8 vélarnar var hægt að fá í mismunandi útfærslum eftir því hvaða afköstum menn voru að sækjast eftir.
Crown Victoria kom með annað hvort beinskiptingu eða sjálfskiptingu, allt eftir vali kaupanda.
Árið 1955 er skráð að 626.250 Ford Fairlanes hafi verið framleiddir. Af þeim voru aðeins um 33 þúsund af Crown Victoria gerðinni.
Þótti afar tæknilegur
Ford Crown Victoria 1955 státaði af nokkrum eiginleikum sem voru taldir háþróaðir á þeim tíma, þar á meðal aflstýri, aflbremsum og rafmagnsrúðum.
Oft var þessi búnaður valfrjáls fyrir kaupendur bílsins.
Ford Crown Victoria 1955 var vel tekið af markaðnum. Þetta var bíll með stílhreinni hönnun og fjölda tiltækra valkosta sem höfðaði til fjölmargra kaupenda. Vinsældir hans hjálpuðu Ford til við að styrkja stöðu sína á markaði.
Eftirsóttur safngripur
Í dag er Ford Crown Victoria 1955 eftirsóttur safngripur meðal áhugamanna um klassíska ameríska bíla. Áberandi stíll bílsins og söguleg þýðing eiga stóran þátt í því.
Á heildina litið hefur Ford Crown Victoria 1955 sérstakan sess í bílasögunni sem fyrsta gerð bíls sem var töluvert lengi á markaðnum og skilur eftir varanleg áhrif í landslagi stórra amerískra kagga.
Umræður um þessa grein