- Bíll nr. 22 af 99 framleiddum eintökum sýndur hjá Heklu aðeins í dag – laugardaginn 23. mars
Áhugamenn um aflmikla rafdrifna sportbíla fjölmenntu í Sjáland í Garðabæ á fimmtudaginn þegar Audi á Íslandi í samstarfi við Arion banka bauð til „síðvetrarkokteils“, en tilefnið var að frumsýna eintak nr. 22 af nýjum rafdrifnum sportbíl Audi RS e-tron GT ice race, en Audi er einitt að fagna 40 ára afmælis Audi Sport Gmb með þessari viðhafnarútgáfu, en aðeins voru framleidd 99 eintök af bílnum og þar af er eitt til sölu á Íslandi.
Þessi fjórhjóladrifni 598 hestafla ofurbíll er alrafmagnaður, 3,3, sekúndur í hundraðið og dregur allt að 495 km á hleðslunni.
Þessi rafbíll er 598 hestöfl og togið er 830 Nm. Hröðunin frá 0-100 km/klst er 3,3 sekúndur og hámarkshraðinn er 250 km/klst
Þegar gestir gengu í salinn beið bíllinn undir yfirbreiðslu, og létt jazz-tónlist var í salnum á meðan beðið var þess að bíllinn yrði afhjúpaður.
Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu bauð gesti velkomna ðg lét þess getið í leiðinni að það væri vel við hæfi að sýna þennan bíl í Garðabæ, því fyrirtækið hefði þegar hafið framkvæmdir við nýtt aðsetur Heklu í bæjarfélaginu.
Því næst var bíllin afhjúpaður og greinilegt að áhuginn var mikill.
Bíllinn verður til sýnis í sýningarsal Audi, Laugavegi í dag laugardaginn 23. mars á milli kl. 12 og 16 og er aðeins um þennan eina sýningardag að ræða.
Umræður um þessa grein