ÍSBAND bílaumboð efnir til glæsilegrar vetrarsýningar laugardaginn 16. mars. Þar verða nýjustu bílar frá Jeep, RAM, Fiat, Fiat vinnubílum og Alfa Romeo sýndir.
Nýir bílar, breyttir bílar og fjölbreytt úrval af aukahlutum frá varahlutaverslun og breytingaverkstæði ÍSBAND, en ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep og RAM. Breyttir 35”, 37” og 40” Wrangler jeppar verða í öllum sínum skrúða á sýningunni sem og RAM pallbílarnir, en báðir bílar hentar sérlega vel til breytinga
Jeep Grand Cherokee – mest verðlaunaðasti jeppi sögunnar
Frá Jeep má fyrst telja glænýjan og mest verðlaunaðasta jeppa sögunar Jeep Grand Cherokee sem sýndur er í Summit Reserve útfærslu. Hann er nú boðinn í fyrsta skipti í Plug-In-Hybryd útfærslu, 380 hestöfl, með öllum lúxus-búnaði og loftpúðafjöðrun, driflæsingu að aftan, lágu drifi og með sérlega vandaðri innréttingu og á flottu verði eða 16.990.000 kr. í forsölu.
Jeep Wrangler Rubicon – á frábæru tilboði
Jeep Wrangler Rubicon jeppinn öflugi er nú á sérstöku tilboðsverði með 1.600.000 kr. afslætti á 12.990.000 kr. tilboðsverði og geta kaupendur valið á milli tveggja kaupauka, annars vegar 35” breytingu, eða pakka sem inniheldur dráttarbeisli, stigbretti og aurhlífar.
Jeep Avenger – fyrsti 100% rafdrifni bíllinn frá Jeep
Jeep Avenger kom fyrst á markað á síðasta ári og hlaut stax hin eftirsóttu verðlaun “Bíll ársins í Evrópu 2023”. Jeep Avenger Longitude er nú boðinn með 808.000 kr. afslætti á 5.390.000 kr. með rafbílastyrk.
Jeep Avenger Altitude er einnig boðinn með 808.000 kr. afslætti og á 5.990.000 kr. tilboðsverði með rafbílastyrk.
Jeep Compass – alvöru jeppi með alvörufjórhjóladrifi
Jeep Compass verður sýndur í tveimur útfærslum Trailhawk+ og S og með 1.000.000 kr. afslætti og verði frá 8.569.000 kr. Alvöru jeppi með alvöru fjórhjóladrifi og lágu drifi og með öllum lúxus búnaði.
RAM – pallbílar
RAM er fáanlegur í 3 útfærslum, Laramie, Longhorn og Limited. Hver úrfærsla fæst í tveimur lengdarútgáfum, Crew Cab og Mega Cab, en það síðarnefnda býður upp á mesta innrarými sem völ er á á pallbílamarkaði í dag. Einnig er í boði að sérpanta RAM sem grindarbíl og með tvöföldu að aftan.
FIAT – FIAT 500e og nýir Fiat vinnubílar
Fiat 500e 100% rafknúni smábíllinn er ítölsk hönnun sem tekið er eftir og er fullkominn í bæjarumferðina.
Fiat 500e La Prima verður á einstöku tilboðsverði eða 4.990.000 kr. með rafbílastyrk.
Fiat vinnubílarnir verða á sínum stað og nýir Fiat Doblo og Fiat Scudo, ásamt Fiat Doblo sýndir, en hægt að er að fá alla vinnubíla línuna frá Fiat annað hvort 100% rafknúna eða dísel, í ýmsum lengdarútgáfum og Ducato sem vinnuflokkabíl.
Alfa Romeo Tonale Veloce Q4 – Plug-In-Hybrid
Einstök lipruð, léttleiki og töfrandi aksturseiginleikar gulltryggja akstursánægju ökumanns í fjórhjóladrifinum Alfa Romeo Veloce Q4 plug-in-hybrid, sem er nú með boðinn á einstöku tilboðsverði eða 8.990.000 kr.
Sýningin er í sýningarsal ÍSBAND að Þverholti 6 í Mosfellsbæ og er opin frá kl. 12-16.
Umræður um þessa grein