Ég sýndi vini mínum myndbandið sem fylgir neðst í greininni, bílamálara til margra ára. Hann áleit reyndar að þetta myndband gæti ekki staðist. Hvað segið þið?
Margir Pakistanar sem starfa í bílaviðgerðum hafa öðlast verulega reynslu og þróað færni í gegnum árin. Þeir gangast oft undir iðnnám eða eða ráða sig sem sveina til að læra fagið.
Hins vegar má ætla að reglugerðir séu lítið að þvælast fyrir þeim og verkið er bara unnið svo það virki.
Frumstæðar vinnuaðstæður
Hino og Daewoo vörubílar eru nokkuð stórir í flutningaiðnaði Pakistan. Með miklum fjölda þessara vörubíla á vegunum er samsvarandi eftirspurn eftir viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Þessi mikla eftirspurn skapar tækifæri fyrir pakistanska viðgerðarmenn til að öðlast reynslu og sérfræðiþekkingu í viðgerðum á til dæmis Hino vörubílum.
Þeir bara vinna verkin aðeins öðruvísi en við eigum að venjast hér heima til dæmis.
Nota það sem í boði er
Pakistanar eru þekktir fyrir aðlögunarhæfni og útsjónarsemi enda fátæk alþýða. Þeir finna oft nýstárlegar lausnir til að leysa vandamál, jafnvel með litlu eða engu fjármagni, né aðgangi að háþróaðri tækni. Þessi aðlögunarhæfni gerir þeim kleift að greina og leysa vandamál á áhrifaríkan máta.
Duglegt fólk
Í mörgum tilfellum starfar hinn almenni pakistani innan náinna samfélaga þar sem þekkingu er deilt á milli jafningja. Þetta samstarfsumhverfi stuðlar að stöðugu námi og umbótum og stuðlar að skilvirkni þeirra við viðgerðir. Þeir semsagt færa þekkinguna frá manni til manns.
Ónýtur Daewoo gerður upp
Býst við að hér yrði þessi bíll dæmdur ónýtur hér á landi.
Hér er ekkert rifið í sundur, allt skrúfað og gert við.
Það er ekki að spyrja að því þegar sólin skín er ef til vill hægt að dunda við svona viðgerðir úti undir beru lofti.
Virikilega vel heppnað verk – ef satt reynist!
Ætli við verðum ekki að reikna með að eitthvað hafi komið nýtt á bílinn t.d. brotið plast, ljós og merkingar. Sjón er söguríkari – endilega smellið á myndbandið.
Umræður um þessa grein