Í síbreytilegu landslagi rafbíla hefur Renault stöðugt verið í fararbroddi í nýsköpun og nýjasti bíllinn þeirra, Renault Scénic E-Tech, endurskilgreinir hina sönnu akstursupplifun.
Scénic E-Tech státar af háþróaðri tækni, flottri hönnun og umhverfisvænum eiginleikum og er í stakk búinn til að hafa veruleg áhrif á rafbílamarkaðinn. Ég naut þeirra forréttinda að taka léttan snúning á þessum nýja rafbíl á Spáni nýverið.
Nýr Renault Scénic er sérlega vel heppnaður fjölskyldubíll.
Virkilega flott hönnun
Það fyrsta sem þú staldrar við þegar þú sérð þennan nýja Renault Scénic E-Tech er framúrstefnuleg og loftaflfræðileg hönnun. Með töff línum, skemmtilega mótuðum og einkennandi Renault stílbragði vekur þessi nýi rafbíll verulega athygli.
LED-aðalljósin og afturljósin renna skemmtilega saman við yfirbygginguna og gefa bílnum virkilega smart og nútímalegt yfirbragð.
Grillið ber keim af vörumerki Renault og það má sjá víða í hönnun bílsins.
Innrömmun með listum í kringum hjólboga og tvítóna litasamsetning auka aðdráttarafl hans enn frekar. Maður tekur eftir þessum bíl hvar sem maður fer. Hann er fyrst og fremst flottur þessi.
Við fengum að prófa tvær gerðir af bílnum með sömu mótorstærð. Hér má sjá Iconic gerðina í tvítóna rauðum og svörtum.
Sætin styðja vel við
Þegar sest var undir stýri á nýjum Renault Scénic E-Tech tók á móti manni rúmgott innanrými sem samsett er af einstakri natni. Úrvalsefni, þægindi og athygli á smáatriðum aðgreina bílinn nær strax frá keppinautum sínum.
Sérlega smekklegar innréttingar, sætin frábær og efnisval á náttúruvænu nótunum.
Víðáttumikið glerþak baðaði innanrýmið náttúrulegri birtu og skapaði rúmgott og aðlaðandi andrúmsloft.
Og þú getur lokað glerþakinu stafrænt með því að ýta á einn hnapp.
Panorama glerþakið er búið þannig tækni að með því að ýta á hnapp dregur þú fyrir rafræna „gardínu”.
Það sem stendur hins vegar uppúr varðandi nýjan Renault Scénic E-Tech er pláss, hagnýti og tækni sem er samþætt er bílnum.
Fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfið er búið stórum snertiskjá með einföldum stjórntækjum fyrir leiðsögn, afþreyingu og tengimöguleika.
Mælaborðsklasinn er mjög aðgengilegur og sýnir þær upplýsingar sem máli skipta. Ekki spillir hönnunin.
Stafræni mælaklasinn veitir rauntímaupplýsingar um afköst, drægni og orkunotkun ökutækisins og gerir ökumönnum kleift að taka upplýstar ákvarðanir á veginum.
Meiri drægni
Renault býður bílinn í tveimur rafhlöðuútfærslum, 60 kWh og 87 kWh. Sú fyrrnefnda gefur um 420 km. drægni en sú síðarnefnda allt að 625 km. drægni. Með því er Renault kominn í toppsæti samkeppninnar hvað varðar drægni og rými.
Scénic er ekki nema rétt rúm 1.900 kg. sem gerir hann að einum léttasta rafbíl miðað við stærð á markaðnum.
Mýkt og meðhöndlun
Þegar við ókum af stað í Renault Scénic E-Tech hreifst ég strax af snerpunni og mjúkri meðhöndlun. Rafmótorinn skilar samstundis togi sem gerir bílnum kleift að renna áreynslulaust um götur og torg.
Hér má sjá Alpine útgáfuna sem við prófuðum. Um leið og sest var undir stýri varð maður ástfanginn af bílnum.
Afl mótorsins í reynslaukstursbílnum er um 220 hö. en Renault býður tvær útfærslur á mótorum og gefur sá minn um 170 hö.
Drifrás er að framan. Orkuendurheimt, sem er hægt að stilla á fjóra mismunandi vegu, eykur ekki aðeins skilvirkni heldur veitir einnig hnökralausa akstursupplifun, nákvæma stjórn og lágmarks fótstig.
Við ókum bílnum í útjaðri Malaga og lögðum leið okkar um hlykkjóta spánska sveitavegi sem lágu upp með hlíðum nálægra fjalla.
Við fengum bílinn með 100% hleðslu á rafhlöðunni enda um reynsluakstur að ræða og eftir að hafa ekið í um einn og hálfan tíma og ekki verið að spara orku á neinn hátt, sýndi kerfi bílsins okkur um 89% hleðslu. Lofthiti var um 18°C.
Stilltu hann fyrir þig
Eitt af því sem einkennir Scénic E-Tech er aðlögunarhæf akstursstilling sem gerir ökumanni kleift að sérsníða akstursupplifun sína að óskum þeirra og akstursaðstæðum.
Hvort sem þú ert að leita að hámarksafköstum, umhverfisvænni skilvirkni eða jafnvægi í blöndu af hvoru tveggja, getir þú stillt Scénic E-Tech eftir þínu höfði.
Plássið í aftari sætaröðinni er með því mesta sem þekkist í fjölskyldubílum í þessum flokki.
Við ókum bílnum ýmist í Comfort eða Sport stillingu enda vorum við ekki í neinum sparkastri á bílnum. Alltaf nægt afl, alltaf þægilegur akstur. Í Sport stillingunni þyngist stýrið aðeins og bíllinn verður snarpari.
Í Comfort stillingu var bíllinn þannig stilltur að fyrir mér var aksturinnn nánast fullkominn. Það er einfaldlega auðvelt að aka þessum bíl og afar skemmtilegt.
Þú situr vel í bílnum, sætin halda vel við og þar eru frakkar ekki neinir byrjendur í hönnun enda sérlega þægileg sæti í frönskum bílum almennt. Aftursætin eru ekki síður þægileg og ég tók sérstaklega eftir því hve stuðningur við bak í aftursæti er góður.
Hljóðlátur
Renault Scénic E-Tech er hljóðlátur og veghljóð er lítið sem ekkert. Við ókum bílnum á nýrri hraðbraut í nágrenni Malaga þar sem vegurinn var sérlega sléttur. Eina sem finna mátti voru samskeyti á veginum þegar ekið var á talsverðum hraða.
Annars er fjöðrun mátulega stinn og hentar vel hverri akstursstillingu bílsins.
Svo við tölum nú ekki um plássið aftur í. Það er á pari við að sitja í fremstu röð í lúxussal í bíó. Renault Scénic E-Tech er stútfullur af allskyns tækni – maður er eins og barn í leikfangaverslun þegar maður uppgötvar allskyns skemmtilega fídusa.
Takið eftir fjórum USB-C tengjum – tveimur í armpúðanum og tveimur í miðjustokknum. Glasahaldararnir eru líka fyrir spjaldtölvu og snjallsíma.
Þar má til dæmis nefna stillanlega glasahaldara í armpúða aftur í sem einnig er með festingu fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu.
Skottpláss er um 545 lítrar og 1670 lítrar með sæti niðurfelld.
Djúpt skottið er um 545 lítrar.
Renault Scénic E-Tech er með öflugan rafhlöðupakka og skilvirka rafdrifrás og býður upp á tilkomumikla drægni á einni hleðslu. Hvort sem þú ert að sinna erindum um bæinn eða leggja af stað í lengri ferðir getur þú treyst á Scénic E-Tech til að koma þér þangað sem þú þarft að fara án hleðslukvíða.
Hraðhleðsla jafnvel óþörf
Þegar kemur að hleðslu brýtur Renault blað í bílaframleiðslunni. Scénic E-Tech upp á hraðvirka og þægilega hleðslumöguleika.
Með stuðningi við bæði riðstraums- og jafnstraumshleðslu geturðu fyllt á rafhlöðuna heima, í vinnunni eða á almennum hleðslustöðvum og tryggt að þú sért alltaf tilbúinn fyrir næsta ævintýri.
Ef þú hefur þriggja fasa tengingu heima hjá þér getur þú hlaðið allt að 22 kW á klukkustund inn á rafhlöðuna. Annars um 7kW.
Í hraðhleðslu tekur bíllinn allt að 150 kW á klukkustund.
Renault Scénic E-Tech kemur sterkur inn á markað rafbíla. Með töfrandi hönnun, háþróaðri tækni, glæsilegri frammistöðu og umhverfisvænu fótspori setur hann nýjan staðal, fyrir hvað rafbíll getur getur afrekað sem bíll.
Baksýnisspegill er einnig með myndavél sem sýnir mjög vel aftur fyrir bílinn.
Hvort sem þú ert að hugsa um góðan fjölskyuldubíl, ert harður umhverfissinni eða þú ert einfaldlega að leita að stílhreinum og hagnýtum bíl mun Renault Scénic E-Tech örugglega fara fram úr væntingum þínum.
Myndband
Helstu tölur:
Verð: ekki komið (Reynsluakstursbílar af Alpine og Iconic gerð með 220 hestafla mótor).
Afl mótors: 220 hö.
Tog: 300 Nm.
Drægni: 625 km. skv. WLTP staðli
Hleðslugeta: 150 kW á klst. DC
Hleðslugeta með heimastöð: Allt að 22 kW á klst. AC
Stærð rafhlöðu: 87 kWst.
Lengd/breidd/hæð: 4.470/1.864/1.571mm.