Tesla stækkar Supercharger hraðhleðslunetið á Íslandi í samstarfi við N1
Tesla og N1 hafa undirritað rammasamning um að þróa og efla Supercharger hraðhleðslunet Tesla á þjónustustöðvum N1 um allt land.
Hlutverk Tesla er að flýta fyrir umskiptum heimsins yfir í nýtingu á sjálfbærri orku og með því að stækka Tesla Supercharger hraðhleðslunetið stefnum við að því að auka verulega aðgengi að hraðhleðslu fyrir flest alla rafbílaeigendur á Íslandi.
Tesla rekur í dag 9 Supercharger hraðhleðslustöðvar með 43 hraðhleðslustæði á Íslandi og nær hraðhleðslunetið hringinn í kringum landið.
Með þessum samningi mun Supercharger hraðhleðslunetið stækka og verða yfir 20 stöðvar opnar öllum viðskiptavinum með yfir 170 hraðhleðslustæðum um land allt.
Með þessari stækkun leggur Tesla sín lóð á vogarskálarnar til að enn fleiri eigi þess kost að velja rafbíl sem næsta farartæki enda verður rafhleðsla mun hraðari og aðgengilegri.
Tesla Supercharger hraðhleðslustöðvarnar hafa allt að 250 kwh hraða, sem þýðir enn styttri hleðslutíma þegar ferðast er um á rafbílum. Til dæmis þá getur Tesla Model 3 Long Range hlaðið allt að 282 km á 15 mínútum.
Í dag eru hátt í 7.000 Tesla ökutæki skráð á Íslandi. Árið 2023 var Tesla stærsta bílmerkið á Íslandi og fjölskylduvæni jepplingurinn, Model Y, var mest selda bíltegundin sama ár.
Í dag starfrækir Tesla sölu- og þjónustumiðstöð á höfuðborgarsvæðinu og mun opna á Akureyri síðla árs 2024 eða snemma árs 2025.
Tesla mun á næstu árum setja upp Supercharger hraðhleðslustöðvar á þjónustustöðvum N1 í Borgarnesi, Blönduósi, Egilsstöðum, Vík, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Hveragerði og Keflavík á landsbyggðinni, auk Hringbrautar og við Ártúnshöfða í Reykjavík.
Einnig verða settar upp fleiri hraðhleðslustöðvar þar sem Tesla er nú þegar, við Staðarskála á NV-landi og í Fossvogi á höfuðborgarsvæðinu.
Tesla vill þakka N1 fyrir frábært samstarf við stækkun á Supercharger hraðhleðslunetinu og við hlökkum til að halda áfram að stuðla að vexti Tesla á Íslandi með opnun fleiri Supercharger hraðhleðslustöðva.
Aukaupplýsingar um rafhleðslu og Supercharger hraðhleðslunetið:
- Tesla rafbílar hafa allt að 629 km drægni (WLTP). Dagleg hleðsla á sér stað þar sem bílnum er lagt, aðallega heima eða við vinnustaði, og dekkar þannig helstu hleðsluþörf.
- Supercharger hraðhleðslunetið er gert fyrir langferðir og ferðalög og staðsetningarnar eru valdar á mikilvægum leiðum til að auðvelda viðskiptavinum að velja hagkvæma og skilvirka hleðslu.
- Viðskiptavinir geta fylgst með hleðslulotunni í gegnum Tesla-appið og fá sjálfkrafa tilkynningu þegar ökutækið hefur náð nægri hleðslu til að halda áfram ferðinni.
- Með því að nota sjálfvirka leiðsagnarbúnaðinn í Tesla ökutækinu mun bíllinn reikna út hversu mikla orku þarf til að komast örugglega á áfangastað og stinga upp á hleðslustoppum á leiðinni. Einnig gerir „On-Route Battery Warmup“ bílnum kleift að forstilla rafhlöðu ökutækisins sjálfkrafa í ákjósanlegasta hitastig fyrir hleðslutíma áður en þú kemur í Supercharger hraðhleðslustöð. Þetta getur sparað hleðslutíma um allt að 25%.
Umræður um þessa grein