- Tæknin sem knýr rafbíla er enn á unglingsárum sínum, tæknin á eftir að verða betri og skilvirkari.
Rafbílar eru nú þegar mun skilvirkari, umhverfishreinni og vissulega miklu hljóðlátari. Þrátt fyrir augljósa kosti rafbíla eru tonn af upplýsingum sem flæða um internetið til þess ætlaðar að valda fjaðrafoki.
Sumu er reyndar hægt að trúa en stór partur af upplýsingunum er falsaður, hnýtt við pólitík og viðhaldið af þeim sem hafa hagsmuna að gæta við óbreytt ástand. Stundum eru þessar fölsuðu upplýsingar fóðraðar af deilingu bullsins um netið þar sem múgæsingin ræður ríkjum.
Blákaldur sannleikur – það sem fólk segir oft um rafbíla
Það er gaman að aka ofurbíl með brunavél. Rafbílar eru ekki eins skemmtilegir í akstri.
Kóbalt er stundum framleitt með siðlausum hætti.
Kóbalt er frumefni sem notað er á bakskaut rafhlaða. Ef þú ert ekki með kóbalt í bakskautinu gæti það ofhitnað eða jafnvel kviknað í því.
Námuvinnsla kóbalts fer fram án þess að farið sé endilega eftir lögum og reglum, aðallega í Lýðveldinu Kongó, þar sem fáar reglur eru viðhafðar.
Barnaþrælkun
Upplýsingaveitan The Wilson Center segir að í Kongó sé meira en helmingur kóbalts í heiminum og þar fari 70% af kóbaltvinnslu heimsins fram. Af 255,000 námuverkamönnum í Kongó eru 40,000 börn, segir Wilson Center.
Grafít er nauðsynlegt
Fyrirtæki eins og BMW, Volkswagen og Samsung eru hluti af hópi sem kallast Cobalt for Development sem stofnaður var „til að styðja við siðferðileg og öruggari vinnubrögð í kóbaltnámuiðnaði DRC.”
Tesla gekk til liðs við hóp sem kallast Fair Cobalt Alliance, sem hefur mörg af sömu markmiðum. Aðrir framleiðendur rafbíla eru enn að vinna að siðferðilegum gildum varðandi frumefni. Þannig að það er verið að taka á vandanum.
Og þó að barnaþrælkun sé eitthvað sem allar þjóðir verða að berjast fyrir að útrýma, þá er sorglegi raunveruleikinn sá að hún er notuð til að framleiða allt frá bambusi og múrsteinum til káls, teppa, kasjúhneta, nautgripa og súkkulaði um allan heim, samkvæmt bandaríska vinnumálaráðuneytinu.
Barnaþrælkun viðhefst í kolavinnslu í að minnsta kosti fimm löndum, þar á meðal Kína. Þannig að vandamálið – og það er stórt vandamál – er ekki einskorðað við kóbaltnámuvinnslu.
Það tekur rafbíla lengri tíma að fá orku en bíla með öðrum orkugjöfum.
Þó að miklar framfarir hafi átt sér stað tengdar hraðhleðslu – þarf samt sem áður talsverða skipulagningu til að fara langar vegalengdir á rafbíl.
Fyrir venjulega notkun rafbíla geturðu bara stungið í samband þegar heim kemur og tekið svo úr sambandi morguninn eftir þegar þú heldur af stað í vinnuna. Og verð getur verið lægra á nóttu til vegna minna álags.
Hleðslustöðvanet í ruglinu
En almenna rafhleðslunetið eins og það er núna er hálfgert klúður (fyrir utan Tesla Supercharger netið sem fólk virðast elska, en allir hafa ekki aðgang að ennþá).
Flestar hleðslustöðvar eru í eigu mismunandi fyrirtækja sem öll vilja að þú halir niður appinu sínu, skráir þig ævilangt og notar aldrei rafmagn frá öðrum svo lengi sem þú átt bílinn þinn.
Ekki í lagi
Gangi þér vel að hringja í þessi 800 númer líka. Reynslan bendir til þess að u.þ.b. helmingur hleðslustöðva á hverju höfuðborgarsvæði virki ekki af einni eða annarri ástæðu.
Nýleg JD Power könnun á hleðslu rafbíla er segir: „… Framboð á hleðslustöðvum er helsta hindrunin fyrir frekari aukningu rafknúinna ökutækja (EV) eins og bandarískir neytendur skynja í dag,” sagði rannsóknin.
En það voru heldur ekki margar opinberar bensínstöðvar við upphaf bíla með brunavél. Hlutirnir eru alltaf að batna.
Hleðslukvíði
Kvíði byggir á ótta.
Skrifaðu niður hversu marga kílómetra þú keyrir í raun á hverjum degi. Meðaltalið í Bandaríkjunum er 37 mílur, samkvæmt bandaríska samgönguráðuneytinu. Eitthvað er það minna hér á landi. En líklega gætir þú hlaðið það sem þú ekur yfir daginn á innan við klukkustund eða tveimur að jafnaði.
Rafbílar geta verið dýrir
Það hefur verið skrifað um hversu frábær Rolls-Royce Spectre er, en hann kostar yfir $250,000. Rimac Nevera er líka nefndur en hann er á í kringum er 2,4 milljónir dala. Svo já, margir rafbílar eru dýrir.
Engu að síður byrjar Chevy Bolt EV á $26,500 og Nissan Leaf fyrir $28,040. Og sumir rafbílar eiga rétt á $ 7500 skatta afslætti í Bandaríkjunum.
Skítugu lygarnar
„Það eina sem þú ert að gera með því að aka rafmagnsbíl er að breyta því hvaðan mengunin kemur”.
Einn af uppáhalds umræðupunktum er rógburðar um rafbíla. Þó svo engin losun frá útblæstri komi frá rafbílum, kemur mengunin kemur bara frá kolakyntum orkuverum sem framleiða rafmagn til að drífa rafmagnsbílana. Þannig að rafbílaeigendur eru bara bölvaðir hræsnarar.
Kol, ekki svo mikið
Í fyrsta lagi, samkvæmt bandarísku orkumálastofnuninni, keyra minna en 20 prósent orkuvera í Bandaríkjunum á kolum; 40 prósent keyra á jarðgasi, önnur 20 prósent á kjarnorku og afgangurinn á endurnýjanlegum orkugjöfum.
Sólarrafhlöður óplægður akur
Ekki nema þú sért að hlaða í Vestur-Virginíu í USA, þá er aflgjafinn þinn næstum örugglega hreinni en kol. Hann er líka hreinni en kol í flestum löndum heims, samkvæmt rannsókn háskólanna í Cambridge, Exeter og Nijmegan í Evrópu sem birt var í tímaritinu Nature árið 2020.
„Við núverandi aðstæður er akstur rafbíls betri fyrir loftslagið en hefðbundnir bensínbílar í 95% tilfella,” segir í rannsókninni. Þar á meðal eru Bandaríkin.
Við eigum ekki næga orku
Netið er að þróast núna eins og það hefur alltaf verið. Það var til dæmis engin rafknúin loftkæling á fyrri hluta 20. aldar. Smám saman settu neytendur upp loftkælingu á heimilum og skrifstofum víðs vegar um landið og ekki kláraðist rafmagnið þá.
Sama gæti gerst með upptöku rafbíla (sem á sér stað í áratugi) sú breyting gerist ekki á einni viku.
Tvíhliða rásir
Reyndar gæti stór rafbílafloti hjálpað til við að koma jafnvægi á raforkukerfið þegar rafbílarafhlöður eru notaðar sem geymslumiðill fyrir raforku á daginn, þegar sólarorka er tiltæk, og losa síðan þá geymdu orku seint síðdegis og á kvöldin þegar eftirspurnin er meiri.
Hleðsla sem á sér stað á daginn þegar sól er tiltæk gæti dregið úr eða útrýmt þörfinni fyrir dýrar nýjar virkjanir til að mæta hámarksálagi, samkvæmt rannsókn MIT frá 2023.
GM með V2H í rafbílum sínum
GM ætlar hafa V2H tvíátta hleðslu í öllum rafbílum.
Rafbílar geta einnig hlaðið á nóttunni, þegar eigendur keyra heim og stinga þeim í samband. Hleðsla yfir nótt gæti auðveldlega notað umfram netgetu þegar færri nota rafmagn.
Rafhlöður eyðileggjast og eru fokdýrar
Allar rafhlöður í rafbílum á Bandaríkjamarkaði eru með ábyrgð upp á átta ár og 100,000 mílur. Kalifornía krefst 10 ára og 150,000 mílna ábyrgðar. Rivian býður upp á átta ára eða 175,000 mílna (hvort sem gerist fyrst) ábyrgð á rafhlöðu sinni með Quad-Motor drifrásum.
Nú er bara því miður ekki liðinn svo langur tími að við getum sagt neitt með vissu um hvernig ofangreint þróast.
Langtíma rafhlöður
Hóprannsókn Tesla eigenda um allan heim, sem vitnað var í hjá Car and Driver, sagði að Tesla rafhlöður héldu venjulega að minnsta kosti 90 prósent af upprunalegri hleðslu eftir 150.000 mílna akstur. Forspárlíkan frá National Renewable Energy Laboratory bendir til þess að rafhlöður nútímans geti enst í 12 til 15 ár í miðlungs loftslagi eða 8 til 12 ár í erfiðu loftslagi.
Recurrent Auto, sem veitir bílasölum og kaupendum ökutækjaskýrslur fyrir notaða rafbíla, segir að í samfélagi sínu með 15,000 ökumönnum rafbíla sé tíðni rafhlöðubilunar aðeins 1.5%. Svo þú þarft líklega ekki nýja rafhlöðu í langan tíma.
Samt sem áður ef þú þarft þess (að skipta um rafhlöðu) liggja kannski upplýsingar um hversu mikið ný rafhlaða mun kosta ekki alveg á lausu en sá kostnaður mun örugglega breytast á næstu átta til tíu árum eftir því sem rafhlöðuframleiðslutækni vindur fram.
Rafbílar virka ekki í köldu/heitu loftslagi
Það átti vissulega við um fyrstu rafbílana, áður en hitastýring rafhlöðupakkanna varð betri.
EV rafhlöður virka best við 70 gráður F (21°c). Ef bíllinn þinn er tengdur og í hleðslu fer hluti þeirrar orku í að viðhalda því kjörhitastigi fyrir rafhlöðuafköst.
Rannsókn AAA frá 2019 leiddi í ljós að „að meðaltali leiddi umhverfishiti upp á 20 gráður F (6° frost) til 12 prósenta lækkunar á blönduðu aksturssviði og 8 prósenta lækkunar á samanlagðri jafngildri eldsneytiseyðslu.” En þegar þú kveiktir á miðstöðinni í innanrýminu leiddi það til 41% minnkunar á drægni í blönduðum akstri og 39% minnkunar á samsettri eldsneytiseyðslu.
Svipuð saga
Bandaríska orkumálaráðuneytið kom með sömu 41% töluna. Consumer Reports gerði sína eigin rannsókn með fimm mismunandi rafbílum á degi undir frostmarki og fann 25 prósenta minnkun á drægni alls staðar.
Þar sem varmadælur koma í stað viðnámshitara í rafbílum ætti skilvirkni að aukast. Varmadæla þjappar lofti saman til að hita það og sendir það inn í farþegarýmið og notar frá fjórðungi til þriðjungi minni orku en dæmigerður rýmishitari sem étur rafmagn eins og brauðrist. En þú munt samt fá lækkun á skilvirkni í köldu veðri. Svo planaðu notkunina betur.
Allar þessar rafhlöður eiga eftir menga urðunarstaði
Aftur, það eru ekki næg gögn á þessu stigi innleiðingar rafbíla til að vita nákvæmlega hvað mun gerast með notaðar rafhlöður. Enn sem komið er eru flestar þeirra enn í bílum.
Það er hins vegar jákvæð þróun á öllum sviðum. Spáðu til dæmis í endurnýtingu rafhlöðu í stað endurvinnslu rafhlöðu.
Fjölnota rafhlöður
Fyrirtæki sem heitir B2U í Lancaster, Kaliforníu, tekur að hluta tæmdar rafhlöður rafbíla og endurnýtir þær til að fanga rafmagn frá sólarbúum á daginn og sendir síðan geymt rafmagn út í dreifikerfið þegar sólin fer niður. Og þessar rafhlöður er hægt að endurnýta.
Endurvinnsla rafhlaða
VW opnaði sína fyrstu rafhlöðu endurvinnslustöð í Salzgitter, Þýskalandi, fyrir tveimur árum, með getu til að endurvinna 95 prósent af rafhlöðupakka rafbíls.
Redwood Materials, nálægt Tesla gígaverksmiðjunni í Carson City, Nevada, segir að það sé að „búa til lokað ferli, innlenda aðfangakeðju fyrir litíumjónarafhlöður yfir söfnun, endurnýjun, endurvinnslu, hreinsun og endurframleiðslu á sjálfbærum rafhlöðuefnum.”
Redwood segir: „Til að gera rafhlöður sjálfbærar og hagkvæmar þurfum við að loka hringnum við lok líftíma.” Við erum að staðsetja alþjóðlega rafhlöðubirgðakeðju – og framleiða rafskauta- og bakskautsíhluti í Bandaríkjunum í fyrsta skipti – úr eins mörgum endurunnum rafhlöðum og mögulegt er.
Actexpo 2023
Gangsetning rafhlöðu endurvinnslu birtist líka alls staðar. Við hittum forsvarsmenn Li-Cycle á ACT Expo í maí. Li-Cycle segir að það muni sérhæfa sig í endurvinnslu Li-ion rafhlöðum með því að tæta þær, setja þær í vatnslausn sem gerir þungmálmunum kleift að sökkva til botns og endurheimta síðan hin ýmsu steinefni: litíumkarbónat, nikkelsúlfat, kóbaltsúlfat, mangankarbónat og koparsúlfíð, allt sem þarf til að búa til, eða endurgera, rafhlöðu.
Li-Cycle segir að það geti endurheimt allt að 95 prósent af efnum í rafhlöðu í endurvinnsluferlinu.
Önnur rafhlöðu endurvinnslufyrirtæki eru að skjóta upp kollinum. Enn og aftur, þetta er svolítið eins og í villta vestrinu ennþá. Eftir því sem fleiri rafbílar eldast munu fleiri fyrirtæki skjóta upp kollinum sem safna rafhlöðum þeirra.
Eru rafbílar leið framtíðarinnar?
Það virðist vera. Tækninni heldur áfram að fleygja fram, í drifrásum, rafhlöðum og innviðum. Bara vegna þess að sum smáatriðin liggja ekki eins ljóst fyrir og varðandi brunavélina, þýðir það ekki að þeir verði það ekki fljótlega.
Stærstu vandamálin eru kannski ekki tæknileg heldur meira félagsleg. Hreinsa þarf burt allar rangar upplýsingar sem dælt er til almennings af hagsmunaaðilum. Það gæti reynst erfiðast af öllu að sigra.
Byggt á grein Autoweek.
Umræður um þessa grein