Þessi er hreint út sagt fáránlega flottur. Þetta er 2018 árgerð af Dodge Challenger Demon, einn af áttatíu og sjö í þessum lit. Honum hefur aðeins verið ekið út af færibandinu því hann er bara með 35 mílur á mælinum.
Í vélarhúsinu erum við að tala um 6.2 lítra HEMI V8 SRT Demon vél með forþjöppu sem gefur rúm 800 hestöfl (808 hö). Kraftur vélar hefur verið aukinn um 32 hö. eða upp í 840 hö.
Aflinu er skilað út í gegnum afturhjól og TorqueFlite 8 gíra sjálfskiptingu.
Dodge-inn er búinn rafmagnsstýri og öflugum en laufléttum bremsum. Bíllinn er hlaðinn tæknibúnaði sem hjálpa þér að ráða við hann ef þú vilt til dæmis gefa honum lausan tauminn á Kvartmílubrautinni.
Dodge Challenger SRT Demon 2018 var sérlega afkastamikið afbrigði af Dodge Challenger, þróað af Fiat Chrysler Automobiles (FCA).
Bíllinn var formlega kynntur á bílasýningunni í New York 2017 og vakti verulega athygli fyrir glæsilega frammistöðugetu, sérstaklega í spyrnukappakstri.
2018 Demon var að fara frá kyrrstöðu og upp í 97 km. (0-60 mph.) á klst. á aðeins 2.3 sekúndum.
Hann setti heimsmet Guinness fyrir fyrsti framleiðslubílinn til að lyfta framhjólunum um 9 cm. frá götu þegar tekið var af stað í spyrnu.
Hann náði kvartmílu tíma 9.65 sekúndum á um 225 km. hraða á klst., sem gerir hann að hraðasta framleiðslubílnum hvað varðar kvartmílu tíma.
Viðnámshamur og kæling
Demoninn var með sérhæfða spyrnustillingu sem hámarkaði afköst bílsins fyrir spyrnukappakstur.
Hann var með sérstakt kælikerfi, þar á meðal Air-Grabber loftinntak, eitt það stærsta sem sést hefur á framleiðslubíl.
Dodge áherslu að ná þyngd bílsins til að auka árangur.
Bíllinn kom með einu framsæti sem staðalbúnað með möguleika á að bæta við farþegasætinu fyrir aðeins einn dollar, eitthvað sem þeim hjá Dodge þótti tilhlýðilegt vegna þess að jafnaði átti bíllinn að vera eins léttur og unnt væri.
Framleiðsla og takmarkað framboð
Dodge Challenger SRT Demon 2018 var framleiddur í takmörkuðu magni, með aðeins 3,300 bílar í boði fyrir Bandaríkin og 300 bílar í Kanada.
Dodge Challenger SRT Demon 2018 er enn einn öflugasti og mest áberandi sportbíll sem framleiddur hefur verið, með áherslu á spyrnugetu og yfirburðar eiginleika í spyrnukappakstri.
Bíllinn er strax orðinn safngripur en hann er öfgafulla táknið um kraft og ameríska sportarans.
Tæknilýsing á ensku
6.2 Liter Supercharged HEMI V8 SRT Demon Engine
TorqueFlite 8 – Speed Automatic Transmission
Drag Mode Suspension
Line Lock
After Run Cooler
SRT Power Chiller
Launch Assist
Transbrake
Torque Reserve
Active Damping Suspension
4 – Piston Lightweight Brakes
SRT Drive Modes
Performance Shifter Indicator
Electric Power Steering
Electronic Roll Mitigation
Electronic Stability Control
All Speed Traction Control
Advanced SRT Multistage Front Air Bags
Parkview Rear Back Up Camera
Sentry Key Theft Deterrent System
Independent Rear End
– Gear Ratio: 3.09:1
Front Wheels – 18”
Rear Wheels – 18”
Aluminum Wheels
Front Tires – 315/40R18
Rear Tires – 315/40R18
Bíllinn er til sölu og kostar um 220.000 dollara (rétt um 30.2 milljónir). Og það eru til fleiri á sama stað í flottum litum.
Myndband
Heimild og myndir: Vangaurdmotorsales.com
Umræður um þessa grein