Í gær var blásið til hátíðarhalda hjá nokkrum bílaumboðum á höfuðborgarsvæðinu. Hekla bauð gestum og gangandi að skoða hinn nýja ID.7 og splunkunýjan Touareq eHybrid.
Touareq er flestum að góðu kunnur enda flaggskip sportjeppa Volkswagen um árabil.
Hann er nú enn fullkomnari, sparneytnari og flottari enda vakti hann athygli gesta Heklu um helgina. Elegance útgáfa Touareq sportjeppans kostar um 14.290.000 kr. en bíllinn er afar vel búinn.
Ekki síður vakti hinn nýi rafdrifni ID.7 frá Volkswagen mikla athygli en sá bíll er afar veglegur rúmgóður fjölskyldubíll.
Innanrými ID.7.
Plássið er yfirdrifið og þetta er bíllinn fyrir stærri fjölskyldur hvort sem verið er að aka um í borg eða úti á landsbyggðinni.
ID.7 Pro kostar um 9.990.000 kr. og er sá með afturhjóladrifi, öflugri spólvörn og um 300 hestafla rafmótor.
VW Amarok.
Drægni á ID.7 bílnum er uppgefin allt að 613 km. skv. WLTP staðlinum.
Við hjá Bílablogg munum reynsluaka þessum tveimur á næstu dögum.
Askja sýndi Mercedes-Benz EQA
Askja hélt einnig upp á daginn en þeir kynntu nýjan Mercedes-Benz EQA. Sá hefur tekið ansi miklum breytingum í gegnum tíðina en sammerkt með öllum kynslóðum bílsins er hversu þægilegt er að aka þessum bílum.
EQA er að fullu rafdrifinn, einnig hægt að fá fjórhjóladrifinn og í alveg temmilegri stærð fyrir venjulega fjögurra manna fjölskyldu.
Passar vel í borgaraksturinn, frábær í bústaðaferðir og toppflottur í golfið. Fyrst og fremst er þetta flottur bíll. Drægnin er um 460 km. Verðið á þessum bíl er um 9.090.000 með ívilnun frá ríkinu.
EQA að innan.
EV9 með sterkt aðdráttarafl
Kia sem er hluti af Öskju sýndi ferska hönnun hins nýja sportjeppa, Kia EV9 ásamt breiðu úrvali Kia bifreiða. Þar má helst nefna hinn flotta Kia EV9 sem greinilega er hægt að fá í nokkuð mörgum útfærslum og nýjan Kia Niro sem vakið hefur athygli fyrir góða kosti.
EV9 sportjeppinn sem er um 13.990.000 kr. eins og þeir bjóða hann í dag virðist hafa dregið marga að þessari bílasýningu Kia.
Við hjá Bílablogg erum þegar búin að reynsluaka bílnum og erum að ganga frá myndbandi og grein um okkar upplifun af þessum sportjeppa.
Umræður um þessa grein