- Niðurstaðan endurspeglar þá miklu forystu sem kínversk bílamerki eru að byggja upp í þróun rafbíla á viðráðanlegu verði og hátækni.
Samkvæt frétt frá Bloomberg fór BYD fram úr Volkswagen Group sem mest selda bílamerki Kína árið 2023, skýr sönnun þess að það að veðja á rafknúin ökutæki skilar arði og hjálpar þeim að fara framúr nokkrum af stærstu eldri bílanöfnum heimsins.
Skráningar BYD í Kína jukust í 2,4 milljónir á síðasta ári, sýna gögn frá China Automotive Technology and Research Center, sem gefur því 11 prósenta markaðshlutdeild á landsvísu, sem er 3,2 prósentustiga aukning.
Seagull, litli og ódýri rafbíllinn, er meðal söluhæstu gerða BYD í Kína. Mynd: Bloomberg
Mikil hækkun kínverska bílaframleiðandans endurspeglar víðtækari forystu kínverskra bílamerkja í þróun hátækni rafbíla á viðráðanlegu verði sem eru fljótir að ná alþjóðlegri viðurkenningu.
Bílaframleiðendur eins og Stellantis og VW snúa sér nú til kínverskra bílafyrirtækja til að blása lífi í rafbílastefnu sína.
BLOOMBERG
BYD hafði tekið fram úr VW sem mest selda bílamerki Kína ársfjórðungslega fyrr á síðasta ári, en nýjustu gögn sýna að það er nú staða þess á heils árs grundvelli. VW hefur verið mest selda vörumerki Kína síðan að minnsta kosti 2008, þegar CATRC upplýsingar urðu aðgengilegar.
Meðal hinna fimm efstu vörumerkjanna sáu Toyota og Honda bæði markaðshlutdeild sína og sölumagn minnka. Innlendi framleiðandinn Changan naut góðs af aukinni sölu, þó hlutur hans héldist í stað.
Breytingin á röðun lofar góðu fyrir BYD og aðra kínverska bílaframleiðendur sem koma inn árið 2024, þar sem gert er ráð fyrir að sala á rafbílum og tvinnbílum í landinu aukist um 25 prósent í 11 milljónir eintaka.
Sala BYD á heimsvísu fór yfir 3 milljónir, sem gerir það viðbúið að komast inn á topp 10 sætin yfir bílasölu á heimsvísu í fyrsta skipti, samkvæmt GlobalData.
Sala þess eingöngu á rafbílum á fjórða ársfjórðungi var nóg til að fara fram úr Tesla í fyrsta skipti sem stærsti söluaðilinn á heimsvísu.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein