Það er ekkert víst að mönnum finnist það almennt spennandi að spá í rafdrifinn Dodge Charger.
Hann hefur ansi stóra skó til að fylla uppí þegar Hellcat vélin verður lögð til hvílu.
En nú hefur svona rafbíll litið dagsins ljós og við vitum slatta um hann.
Nóg er af nýjum rafknúnum ökutækjum sem framleidd eru í ört vaxandi hópi framleiðenda. Allir keppast þeir við að komast framar en hinn en það eru líka framleiðendur á markaðnum sem maður bjóst ekki við að myndu láta mikið á sér kræla.
Þegar við hugsum um bíl eins og Dodge Charger sjáum við fyrir okkur öskrandi kagga sem þrýstir manni niður í sætin þegar gefið er í en ekki rafdrifinn bíl sem hljómar eins og fjarstýrður leikfangabíll.
En Dodge Charger er kominn rafdrifinn og hann hljómar eins og alvöru kaggi – eða því sem næst.
Bíllinn er ekki bara flottur heldur sver hann sig algjörlega í anda forvera sinna og getur raunverulega framkvæmt það sem til er ætlast.
Hann er búinn öllum þeim þægindum og tækni sem búast má við í nútíma rafbíl og er væntanlegur á markaðinn á árinu.
Blanda af arfleifð og nútímalegri hönnun
Fyrir þá sem elska Chargerinn og klassískan stíl hans, mun rafmagns Chargerinn ekki valda vonbrigðum. Dodge hefur hannað Daytona SRT með upprunalegu hönnunina í huga.
Hann lítur enn út eins og alvöru sportari með löngu húddi, breiða, lága stöðu, breitt grill og spoiler að framan en í stað öflugrar V-8 vélar er hann með rafmótor
Hin 800 volta Banshee útgáfa er meira segja sögð betri en Hellcat – og þá er nú mikið sagt!
Dodge gúrúar munu einnig þekkja glóandi merkið á húddinu og skottinu. Það er annað glæsilegt afturhvarf til Charger frá 1960 og 70, þriggja punkta Fratzogs sem upphaflega voru á Dodge sportbílum frá 1962 til 1976.
Það er nú komið aftur fyrir nýtt tímabil rafmagns sportara, sem þýðir að Dodge er sennilega dauðans alvara með að þetta sé nýtt tímabil fyrir alvöru sportara.
Alvöru kaggahljóð frá rafbíl
Við vitum alveg hvað men eru að spá. Hvernig getur þetta kallast alvöru kaggi án átta strokka hljóðsins?
Bíddu aðeins, Daytona SRT bíllinn verður með 126 dB Fratzonic útblástur sem gefur dýrðlegt kaggahljóð sem sagt er veita sömu gleðitilfinningu og þegar þú sest upp í fimmtíu ára gamlan kagga.
Margir áhugamenn hafa kvartað undan því að það sé leiðinlegt að keyra rafbíl, svo Dodge vildi endurskapa dýrðardaga V-8 og gefa ökumanninum hljóðið sem þeir þrá, ekki bara rafmagns suðið sem er orðin svo algengt í dag
Þægileg og nýstárleg innrétting
Sambland af nýju og gömlu segja Dodge menn. Þér á að líða eins og þú sért að taka á loft í geimflaug á sama tíma og þú átt að finna fyrir arfleifðinni frá 68’ gerðinni af Charger. Fyrst og fremst afar þægileg innrétting og flott.
EV Dodge Charger státar af 12.3 tommu miðjuskjá, 16 tommu stafrænu mælaborði og sjónlínuskjá. Lang flottustu hlutirnir sem ökumenn munu finna þó, sem minnir okkur aftur á „sci-fi”, eru „jet-fighter” lokin yfir ræsihnappinn og PowerShot hnappinn.
Þegar ýtt er á hann veitir hann 25 hestafla rafmagnsaukningu til að taka fram úr og smá kátínu fyrir ökumanninn þegar hann skýst framhjá næsta bíl, jafnvel enn frekar ef sá væri bensínknúinn forveri.
Rafmagns Dodge er byggður á STLA pallinum, sem rúmar rafhlöðugetu sem spannar 101-118 kWh.
Ef þyngd ökutækisins, sem er óhjákvæmilegur stór þáttur rafbíla er stjórnað á réttan hátt og veðurskilyrði góð, bíllinn er notaður „skynsamlega” og stærsti rafhlöðukosturinn er nýttur getur Dodge Charger EV náð um 500 mílna drægni
Bíllinn er með 400 volta arkitektúr í kjarna sínum á Daytona SRT 340 Kw og 440 Kw gerðunum. Ólíkt fyrri afturhjóladrifnum sportbílum kemur Daytona EV með fjórhjóladrifi, sem mun minnka áhrif afturdrifsins.
Því miður þýðir þetta að við munum ekki sjá afturenda bílsins skvettast í allar áttir, augljóslega eitthvað sem áhugamenn verða að hafa í huga ef þeir eru að hugsa um að fá sér einn.
Gert er ráð fyrir að Daytona SRT 340 skili um það bil 455 hestöflum frá 400 volta uppsetningunni án uppfærslu.
Charger 440 skilar 590 hestöflum og síðast en ekki síst skilar „Banshee” útgáfan allt að 750 hestöflum frá 800 volta arkitektúr án uppfærslu. Samkvæmt Dodge mun Banshee standa sig betur en núverandi Supercharged V-8 Hellcat!
Ef þú ert ekki sáttur við ofangreint afl, verða menn ánægðir með að heyra að þeir geta uppfært afl í öllum þremur gerðunum.
Geggjuð akstursupplifun
Hönnun Charger Daytona SRT sameinar nútímatækni og nostalgíska hönnunarþætti, með áferð sem endurskapar grillið góða sem er að finna í 1968 Charger.
Það er ekki bara innri tilfinningin sem er þess virði að tala um, heldur einnig litlu hlutirnir sem Dodge hefur sett inn sem minna okkur á bensíngleypnu forvera sína. eRupt drifkerfið er það sem verður örugglega hvað mest tekið eftir.
Með þessu kerfi mun Daytona SRT veita þér gleðina sem þú finnur í spyrnukraftinum.
Hann mun kosta
Þó Dodge hafi ekki opinberað verð ennþá hefur verið áætlað að 340 muni vera í kringum $ 50,000, 440 í kringum $ 60,000 og Banshee mun vera nær $ 90,000.
Já, verðið er kannski tiltölulega hátt en ef þessi Dodge Charger skilar eins og búist er við, þá gæti verið kominn tími fyrir aðra framleiðendur að byrja að svitna.
Samt, þetta er bíll sem er á svipuðu verði og til dæmis Mercedes EQE sem þykir ekki tiltöku dýr.
Byggt á grein af Topspeed vefnum – myndir Stellantis.
Umræður um þessa grein