Ein vinsælasta og söluhæsta bílgerð BMW á öllum helstu mörkuðunum hefur löngum verið BMW 5 Series, eða Fimman eins og hann hefur gjarnan verið kallaður.
BMW 5 kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1972 og hefur síðan þá þróast í tímans rás í takti við tækniþróun og þarfir viðskiptavina, en rúmlega sjö milljónir eintaka hafa verið framleidd frá því bíllinn kom á markað.
Nú hefur BMW Group kynnt áttundu útgáfu Fimmunnar, þar á meðal hinn alrafmagnaða BMW i5 M60 xDrive, sem kominn er í sýningarsal BL við Sævarhöfða, þar sem hægt er að kynna sér hann nánar, m.a. með reynsluakstri.
Formleg almenn kynning verður svo haldin snemma á næsta ári.
Rúm 600 hestöfl
BMW i5 M60 xDrive er vandaðasta útgáfa bílsins; aldrifinn og búinn 442 kW og 601 hestafla rafmótor sem skilar bílnum á aðeins 3,8 sekúndum úr kyrrstöðu í 100 km/klst.
Samkvæmt mælistaðli WLTP er meðalorkunotkunin á bilinu 20,6 – 18,2 kWh/100 km og drægnin allt að 515 km við bestu aðstæður og hagkvæmasta aksturslag.
Leggur sjálfur í bílastæðið
BMW i5 M60 xDrive er búinn fremstu tækninýjungum BMW Group þegar kemur að öryggi, akstursaðstoð og afþreyingu eins og hægt er að kynna sér í verðlista á bmw.is.
Á sviði aðstoðar við ökumann má sem dæmi nefna sjálfvirka lagningu í bílastæði, sjálfvirkar akreinaskiptingar, þar sem aðstæður leyfa og fleira.
Hvað þægindabúnað varðar má nefna fjögurra svæða miðstöð, upphituð fram- og aftursæti, 12,3 tommu stafrænt mælaborð og þar við hlið 14,9″ snertiskjá með fjölmörgum valmöguleikum og Bowers & Wilkins 655W hljóðkerfi með 18 hátölurum.
Umræður um þessa grein