Volvo rafmagnsvörubílum ekið 151.150 km, olíusparnaður yfir 52 þús. lítrar
Uppsafnaður akstur þeirra fjórtán Volvo rafmagnsvörubíla sem hafa verið teknir í notkun á Íslandi er nú 151.150 km á umhverfisvænu, íslensku rafmagni.
Þeir hafa sparað brennslu á yfir 52 þús. lítrum af dísilolíu með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði og um leið komið í veg fyrir losun á um 142 tonnum af koltvísýringi (tCO2í).
Samdráttur í losun vegna rafmagnsvörubílanna gæti skapað ríkissjóði tekna við sölu losunarheimilda til annarra landa í framtíðinni.
Volvo rafmagnsvörubílarnir eru notaðir í margvísleg verkefni eins og vöru- og pakkadreifingu innanbæjar og milli sveitarfélaga, dreifingu á kælivöru, flutning og hífingu á byggingarefni á verkstaði, stærri gámaflutninga innanbæjar og milli sveitarfélaga, flutning á úrgangsgámum og efnisflutninga úr námum til steypustöðva.
Rekstrarlegur og samfélagslegur ávinningur af akstri rafmagnsvörubíla
Vegna einstakrar nýtingar rafmótóra er áætlað að sparaðir hafi verið um 52 þús. lítrar af dísilolíu og tilheyrandi gjaldeyri og í staðinn verið notaðar um 202 þús. kWh af innlendri raforku á lægra og stöðugra orkuverði.
Í flestum tilvikum er hlaðið inn á rafhlöður á starfsstöð rekstraraðila sem lækkar orkukostnað og sparar tíma auk þess sem mögulegt er að auka nýtingartíma bílanna í þéttbýli vegna minni hávaða og mengunar og styttri þjónustutíma.
Bílstjórarnir njóta þess að enginn titringur eða hávaði er inn í ökumannshúsið og samferðamenn og íbúar í borgum og bæjum upplifa hljóðlátara umhverfi með betri loftgæðum.
Ávinningur fyrir íslenskt samfélag felst síðan í bættri nýtingu dreifikerfis raforku, minni loftmengun og samdrætti í losun koltvísýrings sem áætlað er að nemi á tímabilinu um 142 tonnum af CO2 ígildum. Það er mikilsvert framlag til markmiða Íslands um samdrátt í losun sem leiðir annaðhvort til minni útgjalda úr ríkissjóði vegna kaupa á losunarheimildum eða aukinna tekna ríkissjóðs vegna sölu losunarheimilda.
Orkuskipti í þungaflutningum eru auk þessa mikilsvert framlag til aukins orkuöryggis og orkusjálfstæðis Íslendinga. Þegar orkuskiptum í vegasamgöngum er náð að fullu styrkir það ímynd Íslands sem land hreinnar orku og andrúmslofts.
Áralöng reynsla Volvo samsteypunnar í framleiðslu rafmagns atvinnubíla og véla
Volvo samsteypan hóf framleiðslu rafmagnsstrætisvagna á árinu 2017, árið 2019 hófst framleiðsla á rafmagnsvörubílum og framleiðsla rafmagnsvinnuvéla hófst árið 2021. Þessi þróun og framleiðsla hefur byggt upp mikla reynslu, þekkingu og gæði innan samsteypunnar á þessari nýju tækni. Það leiddi til þess að árið 2022 hóf Volvo Trucks fjöldaframleiðslu á rafmagnsvörubílum, fyrstur alþjóðlegra vörubílaframleiðenda, og hefur nú afhent um 6.000 rafmagnsvörubíla í 42 löndum og sex heimsálfum og meðal annars eru fyrrgreindir 14 rafmagnsvörubílar komnir til Íslands og byrjaðir að keyra á íslensku rafmagni.
Volvo Trucks býður nú alla sína vörubíla í rafmagnsútfærslu, sérstaklega hannaða fyrir þungaflutninga með ótrúlega lágan orkukostnað.
Þeir eru einstaklega hljóðlátir fyrir bílstjóra og hvað varðar hávaða í umhverfi, losa engan koltvísýring við akstur og eru með leyfða heildarþyngd allt að 50 tonn.
Rafmagnsvörubílalínu Volvo má skoða nánar hér
Volvo FL Electric 100% rafmagn
Volvo FE Electric 100% rafmagn
Volvo FM Electric 100% rafmagn
Volvo FMX Electric 100% rafmagn
Volvo FH Electric 100% rafmagn
Sérfræðiþekking Veltis og Brimborgar í rafmagns atvinnubílum og atvinnutækjum
Veltir og Brimborg hafa verið í fararbroddi bíla- og tækjaumboða í rafknúnum ökutækjum og lagt mikið í þjálfun starfsmanna og uppbyggingu búnaðar til þjónustu þeirra auk uppbyggingar á hleðsluinnviðum sem henta vörubílum sérstaklega. Það tryggir hátt þjónustustig og framúrskarandi nýtingartíma rafknúinna atvinnubíla.
Umræður um þessa grein