Við sýnum ykkur myndband af nýuppfærðum Tesla Model 3 sem frumsýndur var hjá Tesla á Íslandi síðastliðinn þriðjudag, 14. nóvember.
Þessi vinsæli fólksbíll kemur nú enn betri en forverinn. Með nýjum felgum, uppfærðum sætum, skjá fyrir aftursætisfarþega og stemningslýsingu sem ökumaðurinn getur einmitt stillt eftir stemningunni.
Við hjá Bílablogg, fyrstir fjölmiðla fengum bílinn til langtímaprófunar daginn eftir frumsýningu og við höfum vægast sagt brosað hringinn allan tímann sem við höfum verið að keyra. Og já, maður vill helst bara vera alltaf að keyra þennan bíl.
Tesla hefur greinilega hlustað á viðskiptavini sína þegar þeir bentu á nokkur smáatriði sem betur máttu fara – og miklu meira en það.
Stóru fréttirnar eru þessar; Tesla er kominn í hóp lúxusbíla sem maður nýtur að aka. Uppfærðar stillingar stýris, fjöðrun og hljóðeinangrun koma þessum bíl langt framfyrir aðra í samkeppninni.
Við verðum með ítarlega umfjöllun um bílinn á næstu dögum – allt um reynsluaksturinn, upplifunina í máli og myndum.
Umræður um þessa grein