Rafbíladagar Hyundai voru í Kauptúni í dag, laugardaginn 4. nóvember frá kl. 12-16.
Þar sýndi Hyundai allt það nýjasta sem þeir hafa upp á að bjóða enda er þar margt að sjá.
Verðlaunabílar
Hyundai hefur til dæmis verið útnefndur heimsmeistari tvö ár í röð þegar bílar þeirra voru valdir bíll ársins, rafbíll ársins og hönnun ársins.
Bílarnir sem hlutu verðlaun voru að sjálfsögðu hinir glæsilegu og toppflottu Ioniq 5 og Ioniq 6.
Hver að verða síðastur
Eins og alþjóð veit fara að verða síðustu forvöð að gæja á sig rafbíl fyrir áramót en þá falla niður VSK ívilnanir sem hafa stutt við bakið á orkuskiptunum.
Skemmtilegir bílar
Við prófuðum nýlega verðlaunabílinn Ioniq 6 og hér má lesa umfjöllun okkur um hann.
Jóhannes Reykdal fór fyrir hönd Bílabloggs á kynningu á splunkunýjum Hyundai Kona í sumar og hér má lesa umfjöllun okkar um bílinn þann.
Veglegur vetrarpakki að verðmæti allt að 400.000 kr. fylgir öllum rafbílum.
Meðfylgjandi myndband er frá rafbíladögum Hyundai um helgina.
Umræður um þessa grein