Já það er ekki ofsögum sagt að þessi þjóðverji, Mercedes-Benz 560 SEL er á spottprís en hann er til sölu vestur í Bandaríkjunum á rétt tæpar 3.2 milljónir króna. Ef ég væri á staðnum myndi ég kaupa hann strax.
Það er ekki annað hægt en að dást að þessari dásemd enda kóngablár og bíllinn var hugsaður fyrir fyrirmenni og vel stæða viðskiptajöfra á sínum tíma.
Rétt fluttur að heiman
Þessi Mercedes er þrjátíu og átta ára og ber aldurinn mjög vel. Ekinn um 75 þús. mílur og nánast eins og nýr.
Mercedes 560 SEL var langt á undan sinni samtíð.
Öryggi var var hátt skrifað hjá Mercedes-Benz og 1986 módel 560 SEL var búinn háþróuðum öryggisbúnaði á sínum tíma, þar á meðal læsivörðum hemlum (ABS), loftpúðum (ökumanni og farþega í framsæti) og styrktri yfirbyggingu.
560 SEL var þekktur fyrir ríkulega innréttingu og var fullur af tækni sem tekið var eftir árið 1986.
Hér er verið að tala um til dæmis rafstillanleg leðursæti, viðarklæðningu, sjálfvirka hitastýringu, rafmagnsglugga og úrvals hljóðkerfi.
Vel með farinn
Rýmið, þægindin og hljóðeinangrunin ásamt þessum háklassa fílingi var það sem kaupendur Mercedes-Benz 560 SEL voru eflaust að sækjast eftir.
Það eru ansi fáir fákar sem komast með framdekkin þar sem þessi er með afturdekkin ef svo má að orði komast.
Aksturinn er draum líkastur segir í sölulýsingu bílsins.
Þessi bíll er með 5.6 lítra V8 vél en gerðarheitið vísar einmitt í vélarstærðina.
Benzinn er síðan búinn fjögurra gíra sjálfskiptingu – allt virkar þetta eins og bíllinn sé nýr og ónotaður segir einnig í lýsingunni.
Sannarlega toppurinn á sínum tíma
Mercedes-Benz 560 SEL árgerð 1986 var hluti af W126 seríunni, sem var önnur kynslóð S-Class línunnar sem framleidd var af Mercedes-Benz.
W126 serían var þekkt fyrir lúxus eiginleika sína, háþróaða verkfræði og styrkleika.
„SEL” í nafninu stendur fyrir „Sonderklasse Einspritzmotor Lang,” sem þýðir “Special Class Fuel Injection Long Wheelbase.” 560 SEL var útgáfa af S-Class fólksbílnum með langt hjólhaf og bauð upp á meira fótarými að aftan og lúxuseiginleika samanborið við hefðbundna útgáfu bílsins.
Þessi bíll hafði ágæta frammistöðu á sínum tíma, með 0-60 mph (0-96 km / klst) tíma um 8 sekúndur og hámarkshraða um 140 mph (225 km / klst.). Hins vegar var aðaláherslan á mjúkan og þægilegan akstur.
W126 serían, þar á meðal 560 SEL, er oft talin ein þekktasta og best smíðaða Mercedes-Benz gerð sem framleidd hefur verið.
Hún gegndi lykilhlutverki í að styrkja orðspor Mercedes-Benz fyrir framleiðslu hágæða lúxusbíla.
Byggt á sölulýsingu á vef Streedside Classic
Umræður um þessa grein