Við vitum að það er gulur september. Ég var að leita að gulum bíl til að sýna ykkur í dag en féll gjörsamlega fyrir þessum græna Ford Gran Torino árgerð 1972.
Ford Gran Torino er án efa einn af flottari amerísku sporturunum.
Hann þykir verulega kraftmikill í útliti og hefur í áranna rás öðlast nokkra viðurkenningu meðal klassískra bílaáhugamanna víða um heim en hann kom fyrst á markað hjá Ford árið 1968.
Stórt boddý
Ford Gran Torino var með áberandi og stílhreina hönnun, með löngu húddi, rennilegum línum og sportlegu yfirbragði. Útlit bílsins stuðlaði nær örugglega mest að vinsældum hans.
Sveinn Egilsson og Kr. Kristjánsson auglýsa bílinn í Vikunni árið 1972. Hann er þá á 600 þús. kr. og var akkúrat 50 þús. kr. dýrari en Ford Mustang.
Torino kom á markað á hátindi tímabils amerísku sportbílanna, seint á sjöunda og snemma á áttunda áratug síðustu aldar.
Þetta er tímabilið þar sem bílar með risastórum og aflmiklum V8 vélum runnu út af færiböndum bílaverksmiðjanna í Detroit eins og heitar lummur.
Kraftur í kögglum
Ford bauð upp á breitt úrval af vélarvalkostum fyrir Torino, þar á meðal öflugar V8 vélar. Þetta gerði kaupendum kleift að velja frammistöðu sem þeir vildu.
Torino GT og Torino Cobra voru afkastamikil afbrigði sem innihéldu enn öflugri vélar og afköst.
Þessar gerðir voru færar um glæsilega hröðun og hraða. Bíllinn á myndunum með þessari grein er einmitt með 427 Cobra vél en hún er vægt áætlað eitthvað í kringum 360-70 hestar.
Alvöru kappakstursbíll
Ford Torino náði ágætum árangri í akstursíþróttum, sérstaklega í NASCAR kappakstri.
Hann var raunveruleg ógn á brautinni og vann nokkrar keppnir og stuðlaði að orðspori sem einn af öflugri amerísku sporturunum.
Clint Eastwood
Ford Torino var talsvert notaður í þátta- og kvikmyndagerð í Bandaríkjunum. Þannig komst Ford inn í dægurmenningu almennings.
Eitt athyglisverðasta dæmið er Ford Torino GT frá 1968 sem kom fram í kvikmyndinni „Gran Torino,“ sem skartaði Clint Eastwood í aðalhlutverki.
Sumar Ford Torino gerðir voru framleiddar í takmörkuðu magni, sem hefur gert þær eftirsóknarverðari fyrir safnara og áhugamenn. Gerðir í takmörkuðu magni hafa þannig náð hærra verði á klassíska markaðnum.
Hönnun og frammistöðueiginleikar Ford Torino höfðu áhrif á síðari gerðir Ford og stuðluðu að þróun til dæmis Ford Mustang auk annarra sportbíla.
Eldist vel
Tímalaus hönnun Torino og tengsl og við gullöld bandarískra sportbíla hafa hjálpað til við að viðhalda
Allt sem þessi bíll hefur fram að færa hefur stuðlað að „frægð og frama“ hans í klassíska geiranum og gert hann þannig af einum þekktasta sportara bandarískrar bílasögu.
Eintakið á myndunum var til sölu hjá RK Motors en því miður er það selt.
Þessi Gran Torino hefur fengið toppyfirhalningu og nánast tekinn í nefið og endurbyggður.
Meðal þess sem reynt var að halda í var græni liturinn og gulu strípurnar en segja má að það hafi tekist vonum framar – enda mikið sérkenni á bílnum.
Umræður um þessa grein