Árið 1959 framleiddi GMC 100 seríu pallbíla, sem voru hluti af línu GMC af litlum pallbílum. Þessir bílar voru hannaðir fyrir ýmsa smáflutninga og iðnaðarmenn og voru þekktir fyrir hörku og endingu.
Þessi hér sem um er fjallað er gerður upp sem resto mod (gamall grunnur með ýmsum nýjungum). Einstaklega vel heppnuð uppgerð og flottur bíll.
Í dag eru þessir bílar ekki lengur að flytja hey fyrir bændur eða verkfæri fyrir smiði heldur eru þeir notaðir á tyllidögum og sýndir bílaáhugamönnum.
Hvítur eins og bréfdúfa
GMC 100 pallbíllinn er með hönnun sem var í takt við hönnun síns tíma. Með áberandi grilli og nokkuð klossuðum stuðurum, tvöföldum aðalljósum og GMC merkinu er bíllinn mikið augnayndi.
Hörkuvél
Þessi hvíti GMC 100 hefur verið búinn GM LS V8 vél sem gefur honum yfirnóg afl til að koma honum virkilega vel áfram. Vélin er pöruð við GM 4L60E fjögurra gíra sjálfskiptingu.
Svo verða bara brúðhjónin að keyra sjálf því ekki er plássið í húsinu sérlega mikið.
Uppfærð fjöðrun
Bíllinn er á upprunalegu grindinni og hefur framhlutinn verið meðhöndlaður með Mustang II uppfærslu en með fjögurra liða fjöðrun að aftan.
Hægt er að stilla fjöðrun allan hringinn. Öflugir diskar að framan en tromlur að aftan.
GMC 100 pallbíllinn fór í framleiðslu snemma á fimmta áratugnum. Hann var hluti af fyrstu kynslóð GMC pallbíla eftirstríðsáranna.
Bíllinn var hluti af línu sem var kölluð Advanced Design Series.
Eins og aðrir pallbílar í Advanced Design seríunni var GMC 100 með klassíska, nytsamlega hönnun með ávölu grilli að framan og þykkum stuðurum.
Hann var fáanlegur í ýmsum gerðum, þar á meðal sem pallbíll.
Sexur yfirgnæfandi
Vélarvalkostirnir fyrir GMC 100 voru mismunandi, en þeir innihéldu venjulega línu sexur. Þessar vélar veittu nægilegt afl í það sem bíllinn var hugsaður fyrir.
Fyrst og fremst vinnuþjarkur
GMC 100 pallbíllinn var þekktur fyrir endingu og styrkleika, en hann var afar vinsæll meðal iðnaðarmanna og bænda. Hann þoldi mikið og var sterkbyggður.
Vinsælir meðal Kanans
GMC 100 pallbíllinn, ásamt öðrum bílum í Advanced Design seríunni, gegndi mikilvægu hlutverki í efnahagsuppsveiflunni eftir stríðið í Bandaríkjunum.
Bílarnir voru vinnuhestar og notaðir víða um Bandaríkin sem slíkir.
Framleiðsla þeirra stuðlaði að uppgangi í Bandarískum bílaiðnaði.
Í dag hafa gamlir GMC 100 pallbílar og aðrir sambærilegir bílar frá þessum tíma náð vinsældum meðal safnara og fornbíla áhugamanna. Vel útlítandi og uppgerðir slíkir bílar eru eftirsóttir og klassísk hönnun þeirra hefur sögulega þýðingu.
1959 árgerð GMC 100 pallbílsins var hluti af annarri kynslóð GMC pallbíla, sem oft voru nefndir „Task Force” serían.
Þær gerðir voru kynntar árið 1955 og voru framleiddar til og með ársins 1959, með ýmsum uppfærslum og breytingum á milli ára.
Þróun bílsins
Árið 1959 fengu Task Force pallbílarnir verulega andlitslyftingu miðað við fyrri gerðir í seríunni. Grillið var uppfært – og framljósin einnig. Þetta gaf bílnum nútímalegra og meira áberandi útlit.
Í stuttu máli framleiddi og seldi GMC 100 pallbíllinn til að mæta þörfum vaxandi markaðar, sérstaklega í efnahagsuppsveiflu eftir stríðið, og til að útvega áreiðanleg og fjölhæf ökutæki fyrir bændur og iðnaðarmenn.
GMC 100, eins og aðrir pallbílar, varð mikilvægur hluti af bandaríska bílalandslaginu á þeim árum sem hann var framleiddur. Enn í dag er pallbíllinn einn mest seldi bíll í Bandaríkjunum.
Bíllinn á myndunum
- GMC 100 pallbíll
- Stuttur pallur
- Stór gluggi aftan á húsi
- LS V8 með tölvustýrðri eldsneytisinnspýtingu
- Tvöfalt pústkerfi
- 4 gíra sjálfskipting (4L60E)
- Viðargólf á palli
- Sérgerð innrétting með rauðu ívafi
- Aflstýri
- Stýrishjól úr Impala
- Uppfærð fjöðrun að framan og aftan
- Mustang II fjöðrun að framan
- Stillanlegir demparar
- Aflbremsur
- Hvítt Dolphin mælasett
- 22″ felgur
Umræddur bíll er til sölu hjá RK Motors í North Carolina fylki í Bandaríkjunum. Ásett verð er 95.900 dollarar sem er um 12.740.000 kr. á gengi dagsins í dag (2. sept. 2023).
Umræður um þessa grein