Ford gerir ráð fyrir að rafbíladeildin tapi um 4,5 milljörðum Bandaríkjadala árið 2023, en samt ætlar fyrirtækið að halda áfram að fjárfesta í rafhlöðuknúnum farartækjum á kostnað að minnsta kosti þriggja þekktra nafna.
Fyrirtækið mun brátt senda Edge, Escape og Transit Connect í niðurskurð.
Ford Edge.
Samkvæmt Autoblog-vefnum þá greindi Automotive News frá því að gerðirnar þrjár lifi á lánstíma. Án þess að vitna í heimildir skrifaði kom þar fram að Edge muni hætta af bandaríska markaðnum árið 2024 svo að Ford geti notað verksmiðjuna í Oakville í Kanada, sem smíðar hann til að framleiða rafbíla.
Gerðin gæti lifað áfram á erlendum mörkuðum, eins og Kína, og það er ekkert orð ennþá um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Lincoln Nautilus sem byggður er á Edge.
Ford Transit Connect.
Transit Connect mun halda áfram í Evrópu
Næst á eftir er Transit Connect, sem mun yfirgefa bandaríska markaðinn eftir 2023 árgerðina. Í mars 2023 nefndi Ford „viðleitni til að draga úr alþjóðlegum framleiðslukostnaði og margbreytileika, ásamt minni eftirspurn eftir minni gerðum sendibíla“ sem ástæður fyrir því að sendibílinn félli út.
En nýr Transit Connect á framtíðina fyrir sér í Evrópu: Gerðin mun halda áfram á sumum evrópskum mörkuðum.
2023 Ford Escape ST-Line Elite.
Að lokum mun fjórða og núverandi kynslóð Escape að sögn vera sú síðasta. Þó að crossover-bíllinn hafi fengið fjölda uppfærslna fyrir árið 2023, komst Automotive News að því að hann muni hætta í Ford vörulínunni árið 2025 til að gera pláss fyrir rafknúna gerð sem hefur ekki verið tilkynnt enn.
Margir rafbílar sagðir á leiðinni
Á sama tíma er sagt að Ford sé að vinna að fjölda rafbíla sem munu ná í sýningarsali á næstu árum. Einn er pallbíll sem fer í framleiðslu árið 2025. Jim Farley, yfirmaður fyrirtækisins, lýsti honum sem „vettvangi fyrir endalausa nýsköpun og getu“ sem ætti að vera auðveldara og ódýrara að smíða en F-150 Lightning vegna þess að sá bíll mun þurfa færri íhluti.
Það er of snemmt að segja til um hvort þessi pallbíll muni bætast í F-150 línuna eða hvort hann verði markaðssettur sem sjálfstæð gerð.
Núverandi Lightning gæti horfið af markaði árið 2026 til að búa til pláss fyrir nýju gerðina.
Annar rafbíll í pípunum, samkvæmt sömu frétt, mun bjóða upp á svipaðar stærðartölur og Explorer, þrjár sætaraðir og um það bil 560 km drægni. Þessi gerð er ekki tengd þeim Explorer sem fljótlega verður kynntur á evrópskum markaði og sem byggir á grunni frá Volkswagen, og það gæti verið að þ.essi gerð verði ekki með heiti Explorer.
Það er þessi crossover-bíll sem mun koma í stað Edge á Oakville færibandinu þegar verksmiðjan verður endurnýjuð til að smíða rafbíla.
Uppfærður F-150 að birtast og næsta kynslóð mun koma 2026
Ford er ekki að gleyma bensíngerðunum sem eru stærsti hluti árlegrar sölu og hagnaðar fyrirtækisins árið 2023. Fyrirtækið mun afhjúpa uppfærðann F-150 á bílasýningunni í Detroit 2023 og bíllinn mun ná í sýningarsal sem 2024 módel .
Sviðið gæti stækkað til að innihalda lækkað, götumiðað afbrigði sem kallast Lobo. Næsta kynslóð F-150 mun verða frumsýnd árið 2026 á nýjum grunni, samkvæmt Automotive News.
(frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein